í fyrrakvöld kíkti ég inn á Rósenberg með Bibba. Hljómsveit var að koma sér fyrir í horninu, gítarbassitrommurhljómborð. Fjórir kornungir spilarar í tiebuxum og með dredda. Þeir byrjuðu á einhverjum óskapnaði sem sagði manni svosem ekkert annað en að þeir væru flinkir.
Svo töldu þeir í verkefni kvöldsins - að spila Pétur og Úlfinn. Og það var magnað hjá þeim. Frábær spilamennska og firnaþétt. Hef ekki hugmynd um hverjir þetta voru, en þeir vissu svo sannarlega hvað þeir voru að gera.
Svo fórum við heim.
Rósenberg var magnaður staður. Virkaði eins og félagsmiðstöð fyrir brottflutta húsvíkinga af yngri kynslóðinni og ákveðna kreðsu af tónlistarmönnum. Lifandi staður með fastagesti, látlausa stemmingu og (að mér skilst) glettilega góðan mat. Ljótu hálfvitarnir litu á Rósenberg sem heimili sitt og varnarþing. Sama gerðu Hraun. Ábyggilega fleiri bönd.
Þess vegna er ég niðurdreginn yfir
þessu og sit í huganum hjá Dodda á stéttarkantinum.
Og þessvegna finnst mér hrokafullur yfirlætistónnin í
þessum pistli óþolandi. Það getur vel verið að Agli Helgasyni þyki "ekki eftisjá í neinu" sem þarna fór fram. Enda var hann fjarri góðu gamni í fyrrakvöld þegar fjórir kornungir virtúósar fóru skapandi og fimum fingrum um perlu Prókoffievs, sjálfum sér og fullum sal af glöðu fólki til uppliftingar.
Verst fyrir hann.