föstudagur, apríl 27, 2007

Mæta!

Allir á Rósenbergstyrktartónleikana á lau. og sun. Loftkastalinn kl. 20.00.

Og allir að skrifa undir áskorunina.

Annað var það ekki í bili.

Jú, auðvitað er rétt að minnast fallins meistara:

3 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Já blessuð sé minning hans. Á tímum Ráðstjórnarríkjanna kom hingað grannleitur og hvatvís Sovétmaður sem enginn þekkti haus né sporð á -spilaði Bach í Dómkirkjunni í Reykjavík ásamt Páli ísólfssyni -þetta er ein af flottustu upptökum Rúv. En ég verð að spyrja - tengjast þessar fregnir á einhvern hátt fyrirspurn um sellóviðgerðarmann í morgun? Karríermúv? Haydn - Ljótir hálfvitar - Þorgeir - Simon Rattle?? Sé þetta nefnilega alveg fyrir mér.

10:47 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

takk fyrir þetta
og poj ljóti hálfviti!

11:10 e.h.  
Blogger Varríus sagði...

Óneitanlega skilur fráfall Slava eftir sig skarð sem gaman væri að fylla. Og ýmislegt í frábærri ævisögu frú Vishnevskaju bendir til að spúsinn hafi átt sitthvað sameiginlegt með oss hálfvitum.

Ef ég finn flinkan hljóðfærasmið sem er til í að breyta sekkjapípunni minni í selló fyrir lítinn pening er aldrei að vita nema ég kíliáða!

2:23 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim