miðvikudagur, maí 29, 2013

Esrabók

Persakóngur gefur hinum herleiddu heimfararleyfi með fyrirsjáanlegum  afleiðingum

föstudagur, maí 24, 2013

Króníkubók 2

Davíð: Ekki dáinn, bara fluttur.

Biblíublogg um Króníkubók hina síðari.

sunnudagur, maí 12, 2013

Fyrri Króníkubók lesin!

Fyrri Króníkubók gæti vel hafa verið skrifuð í Excel og það áhugaverðasta við hana er það sem er ekki í henni. 

Já og svo kemur einn af aðalmönnum kristninnar til sögunnar eins og úr sauðaleggnum.

miðvikudagur, maí 08, 2013

Síðari konungabók ...

... komin á bibblíubloggið.

Í henni fer spámaður til himna í eldvagni og iðnaðarmenn finna torkennilega bók í musteri Salómons. Já og Samaríumenn borða börnin sín. Að lokum eru allir sendir í sveit.

miðvikudagur, maí 01, 2013

Biblíubloggið rís!

Fyrir allnokkru hóf ég að lesa Biblíuna og skrifa hugleiðingar um efni hverrar bókar á þartilgert blogg. Ekki var ég nú langt kominn þegar uppihald varð á skrifunum. Nú er ég hinsvegar kominn af stað aftur og tveir pistlar bæst við nýlega, sá seinni í dag. Ég er bjartsýnn á framhaldið.

Ég nenni ómögulega að finna út úr því aftur hvernig maður tengir bloggsíður við Blogggáttina, svo ég hyggst nota þessa síðu, sem ég held að sé þar skráð, til að vísa fólki á biblíubloggin. Einn músarsmellur til eða frá skiptir varla sköpum þegar eilífðarmálin eru annarsvegar, er það?