miðvikudagur, júní 30, 2010

"Makes you proud to be Icelandic"

"Reglurnar eru alveg skýrar, það er bara ekki ljóst hvort tilfellið fellur undir þær"

Það er með nokkrum ólíkindum að sæmilega greint fólk skuli láta svona út úr sér. Hvort sem það eru fjölmiðlamenn sem eru að misskilja eða kontóristar sem eru að klúðra þá er einhver að tala eins og hann skilji ekki orðin sem hann er að nota. Væri hlægilegt ef tilefnið væri ekki svona sorglegt, nefnlega ömurleg tregða kerfisins við að gera það sem það á að gera.

Og úr því við erum að skemmta okkur yfir heimsku og vonsku íslenska kerfisins, hvernig væri þá að fá eina skemmtisögu um erlenda víðsýni:

fimmtudagur, júní 24, 2010

Toppmenn og sport

Þorsteinn Joð vill meina að hann sé með besta hugsanlega liðið til að fjalla um leikina á HM, og þarafleiðandi sé tómt mál að væla yfir skorti á konum í hópnum.

Þetta er auðvitað umdeilanlegt. Fyrir það fyrsta hvort til sé einhver pottþéttur mælikvarði á fullkomleika fótboltasérfræðinga. Það er reyndar ekkert umdeilanlegt, auðvitað er hann ekki til.

Og þó við gefum Þorsteini það að hans smekkur á hvað séu hinir fullkomnu álitsgjafar sé næsta óskeikull, þá má samt gagnrýna og spyrja. Finnst honum t.d. í alvöru nauðsynlegur þessi ljóshærði geðvondi? Þessi sem elskar enska liðið og talar um það eins og eitt af "stóru liðunum" (sem bendir reyndar til að hann sé dómgreindarskertur og horfi aukinheldur ekki á keppnina með opnum augum). Þessi sami gaur getur ekki tekið sér í munn heiti "minni" liða nema með það sem á ensku heitir "sneer" á vörum sér og ég man í svipinn ekki hvaða íslenskt orð lýsir.

Hinir þrír eru alveg fínir. En ég man eftir keppni (síðasta HM eða síðasta EM) þar sem Þorsteinn var einmitt með útskiptingar í hópnum og oft með sniðuga vinkla. Minnist þess ekki að það hafi komið niður á ánægju minni með þá keppni, þvert á móti reyndar.

Þetta eru svosem engin eldflaugavísindi. Og þó ég sé enginn sparkspesíalisti þá læt ég enga sérfræðinga segja mér hvað mér á að finnast. Ekki frekar en ég leyfi ókunnugum gúrúum að stýra því hvaða tónlist mér finnst skemmtileg.

Fleiri og fjölbreyttari álitsgjafar af öllum kynjum, aldri og afstöðu væru fyrir minn smekk betra sjónvarspefni. Fjölbreyttari og óvæntari sjónarhorn væru held ég dýrmætari heldur en einhver ímynduð fullkomnun. Og ef viskustandardinn lækkaði eitthvað (sem er umdeilanlegt) þá held ég að það komi ekki að sök.

Þetta er þrátt fyrir allt bara fótbolti.

föstudagur, júní 11, 2010

Og magnað!

Sýningin í gærkveldi var ekkert minna en snilld! Leikhópurinn í miklu stuði og Rokkið naut sín svo sannarlega í Kassanum. Nú er sú seinni eftir - í kvöld kl. 20. Allir þangað! Miðasala hér.

miðvikudagur, júní 09, 2010

Stelpubandið rokkar feitt

þriðjudagur, júní 08, 2010

Ef ég væri ég ...

... sem ég er reyndar, þá myndi ég tryggja mér miða umsvifalaust á Rokk í Þjóðleikhúsinu á föstudaginn. Aukasýning og svona. Verður alveg mergjað.

Miðasalan er hér.

Og ef ég væri ég og yrði á Norðausturlandi á laugardaginn (sem ég verð reyndar líka) þá myndi ég tryggja mér miða á útgáfutónleika Ljótu hálfvitanna að Ýdölum. Miðasalan hér og að sjálfsögðu í Ingvarsbúð.