laugardagur, mars 08, 2014
sunnudagur, mars 02, 2014
Tóbít or not Tóbít
Biblíulesarinn hefur sett upp gleraugun á ný og hyggst klára Apókrífu bækurnar á þessu ári. Fyrst verður fyrir okkur ævintýrið um Tóbít og fjölskyldu hans. Hér koma bæði fugladrit og fiskigall við sögu. Og skrattakollurinn Asmódeus.
sunnudagur, september 15, 2013
Gamla testamentið að baki!
Hef lokið við að lesa og skrifa um allar bækur hins Evangelísk-Lúterska gamlatestamentis.
Hér eru þeir Jónas, Míka, Nahúm og Habbakuk umskrifaðir
Og hér er síðasta spámannaferningin, Sefanía, Haggaí, Sakaría og Malakí.
Eftir stutt frí frá helgiritalestri mun ég svo einhenda mér í aukaefnið og „deleted scenes“ í Apókrífunni.
Hér eru þeir Jónas, Míka, Nahúm og Habbakuk umskrifaðir
Og hér er síðasta spámannaferningin, Sefanía, Haggaí, Sakaría og Malakí.
Eftir stutt frí frá helgiritalestri mun ég svo einhenda mér í aukaefnið og „deleted scenes“ í Apókrífunni.
þriðjudagur, ágúst 27, 2013
Fjórir fyrstu smáspámennirnir
Hér er farið yfir það sem þeir Hósea, Jóel, Amos og Óbadía hafa að segja um Guð og menn.
fimmtudagur, ágúst 22, 2013
Daníel!
Í hverju bókasafni þarf að vera amk ein unglingabók þar sem klár og ráðagóður strákur og félagar hans komast í hann krappan en bjargast á hyggjuviti sínu og þolgæði. Í Biblíunni er það Daníelsbók.
þriðjudagur, ágúst 13, 2013
Esekíel!
Sæfæ, galdrar, kynórar, S/M og arkitektúr. Andleg næring úr öllum fæðuflokkum í Spádómsbók Esekíels.
föstudagur, ágúst 09, 2013
Harmljóðin
Eftirlegukindur í hinni brenndu Jerúsalem barma sér. Í stafrófsröð. Harmljóðin, gjörið svo vel.