þriðjudagur, ágúst 27, 2013

Fjórir fyrstu smáspámennirnir

Hér er farið yfir það sem þeir Hósea, Jóel, Amos og Óbadía hafa að segja um Guð og menn.

fimmtudagur, ágúst 22, 2013

Daníel!

Í hverju bókasafni þarf að vera amk ein unglingabók þar sem klár og ráðagóður strákur og félagar hans komast í hann krappan en bjargast á hyggjuviti sínu og þolgæði. Í Biblíunni er  það Daníelsbók.

þriðjudagur, ágúst 13, 2013

Esekíel!

Sæfæ, galdrar, kynórar, S/M og arkitektúr. Andleg næring úr öllum fæðuflokkum í Spádómsbók Esekíels.

föstudagur, ágúst 09, 2013

Harmljóðin

Eftirlegukindur í hinni brenndu Jerúsalem barma sér. Í stafrófsröð. Harmljóðin, gjörið svo vel.

þriðjudagur, ágúst 06, 2013

Jeremías minn!

Jeremías spáði hruni - hver hlustar á svoleiðis vælukjóa sem sjá ekki veisluna?

fimmtudagur, ágúst 01, 2013

Jesajabók

Þó að maður spái eins og galinn þarf ekkert að vera að maður galinn. Dæmið sjálf, smádómsbók Jesaja rannsökuð hér.