Fyrir allnokkru hóf ég að lesa Biblíuna og skrifa hugleiðingar um efni hverrar bókar á
þartilgert blogg. Ekki var ég nú langt kominn þegar uppihald varð á skrifunum. Nú er ég hinsvegar kominn af stað aftur og tveir pistlar bæst við nýlega, sá seinni í dag. Ég er bjartsýnn á framhaldið.
Ég nenni ómögulega að finna út úr því aftur hvernig maður tengir bloggsíður við
Blogggáttina, svo ég hyggst nota þessa síðu, sem ég held að sé þar skráð, til að vísa fólki á biblíubloggin. Einn músarsmellur til eða frá skiptir varla sköpum þegar eilífðarmálin eru annarsvegar, er það?