þriðjudagur, desember 23, 2008

Launsátursleikhúsið

Ég mæti (oftast) á Austurvöll á laugardögum. Og styð og dáist úr fjarlægð að því sem herskárri hluti mótmælenda tekur sér fyrir hendur.

En ef ég væri ekki svona helvíti miðaldra og værukær eitthvað myndi ég dusta rykið af hugmyndum þessa kalls og geisast í stríðið með leikhúsið að vopni.

Hver sem gerir það hefur minn stuðning. En hver veit. Kannski er launsátursleikhúsið að störfum. Og líklega myndi Boal fagna þessum áformum.