mánudagur, apríl 28, 2008

Villanelle

Búinn að fá þennan gamla franska bragarhátt á heilann. Ótrúlega smart rímflétta.

Hér er mín uppáhalds Villanella. Kveikjan að henni eru síðustu orð Lawrence Oates, eins af leiðangursmönnum kafteins Scott á Suðurskautslandinu. Orðin innan gæsalappa voru það síðasta sem Oates sagði við ferðafélaga sína þar sem þeir hírðust í tjaldi sínu, áður en hann gekk út í auðnina og fórnaði sér þannig til að auka lífslíkur hinna.
ANTARCTICA

"I am just going outside, and may be some time."
The others nod, pretending not to know.
At the heart of the ridiculous, the sublime.

He leaves them reading and begins to climb,
Goading his ghost into the howling snow;
He is just going outside and may be some time.

The tent recedes beneath its crust of rime,
And frostbite is replaced by vertigo:
At the heart of the ridiculous, the sublime.

Need we consider it some sort of crime,
This numb self-sacrifice of the weakest? No,
He is just going outside and may be some time --

In fact, for ever. Solitary enzyme,
Though the night yield no glimmer there will glow,
At the heart of the ridiculous, the sublime.

He takes leave of the earthly pantomime
Quietly, knowing it is time to go.
"I am just going outside and may be some time."
At the heart of the ridiculous, the sublime.
Derek Mahon
Frægasta dæmið um Villanellu er sennilega þetta kvæði eftir Dylan Thomas.

Hefur einhver ljóðelskur lesandi rekist á íslenska Villanellu?

Nú er bara að reyna að yrkja eina sjálfur. Og semja svo hálfvitalag við.

miðvikudagur, apríl 23, 2008

Gamli góði Villi

444 ár síðan Sjeikspír fæddist.

Nokkrar hugsanir:

Ég byrjaði að kynnast honum af viti þegar mér bauðst ungum að fara á ungmennanámskeið á vegum AITA/IATA í Stratford-ON-Avon. Svaf eins og aðrir yfir dauflegri sýningu á Júlíusi Sesar hjá Royal Shakespeare Company. Hefði verið nær að bjóða okkur á rómaða uppfærslu á Titus Andronicus sem verið var að sýna í næsta húsi, en sennilega hefur miðaframboð ráðið og í stað þess að heilla unga leikhúsbrjálæðinga frá gervallri evrópu var ákveðið að láta okkur frekar leiðast.

Lék í mínu fyrsta (og síðasta) Sjeikspírleikriti með þá nýstofnuðu leikfélagi framhaldsskólans á Húsavík. Þetta var Draumur á Jónsmessunótt og leikstjóri var Einar Þorbergsson. Mjög skemmtilegt, þrátt fyrir allt hárlakkið og gervieyrun.

Drauminn hef ég séð oftar en nokkurt annað leikrit skáldsins og ef það væri ekki merkingarlaus staðhæfing þá myndi ég segja að það væri það leikrit sem ég tæki með mér á eyðieyju.

Hamlet er samt augljóslega meistaraverkið.

Shakespeare er bestur. Hann er meistarinn. Það þýðir t.d. að hann má vera leiðinlegur ef honum sýnist. Stundum er hann leiðinlegur, en oftar liggur þá sektin hjá leikstjórum og leikurum.

Hann er auðvitað ekkert allur jafn góður. Skárra væri það nú. Þó Rubber Soul sé óviðjafnanleg þá er Beatles for Sale mest drasl.

Sumt er vanmetið (Líku líkt, Vetrarævintýri) meðan annað er ofmetið (Ofviðrið, Sem yður þóknast).

Uppáhalds sjeikspírskir performansar:

Sævar Sigurgeirsson sem Lóni í hinni víðfrægu "hundasenu" úr Herramenn tveir í Verónsborg á einleikjanámskeiði Hugleiks.

Hulda Hákonardóttir sem Kvistur (Pála N. Quist) í Draumi á Jónsmessunótt hjá Sýnum.

Halldór Magnússon sem Spóli í sömu sýningu.

Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir sem Kvistur í Draumi á Jónsmessunótt í uppfærslu Nemendaleikhússins. (hún svaf n.b. líka í Stratford á Júlíusi)

Halldóra Geirharðsdóttir sem Hermíóna sikileyjardrottning í Sumarævintýri Hjá Leikfélagi Reykjavíkur.

Adrian Lester sem Hamlet í samnefndu leikriti í kvikmyndaðri leikhúsuppfærslu Peter Brook.

Judy Dench sem Lafði Macbeth í Macbeth í kvikmyndaðri leikhúsuppfærslu Trevor Nunn ( sem setti n.b. líka upp hina fyrrnenfndu svæfandi Júlíus Sesar sýningu).

Þór Túliníus sem Merkútsíó í Rómeó og Júlíu í uppfærslu Þjóðleikhússins.

Besta sýning/kvikmynd: Peter Brook og Hamlet

Versta sýning/kvikmynd: Baltasar Kormákur og Draumurinn í Þjóðleikhúsinu

Til hamingju með daginn Vilhjálmur

mánudagur, apríl 21, 2008

Hey Jude

Hvaða lag var efst á Billboard-vinsældalistanum daginn sem þú fæddist?

Ef þú veist það ekki þá geturþessi heiðursmaður hjálpað.

Ég er sáttur við mitt lag.

þriðjudagur, apríl 08, 2008

Síðasti séns

Gaman að segja frá því að núna, þriðjudaginn 8. mars kl. 15.00, er einn miði laus á tónleika Sinfó á fimmtudaginn. Fyrstur kemur, fyrstur fær.

Öppdeit kl. 15.25: Farinn.