Kontrabassaklarinett og falskt píanó
Ég ætla sosum ekki að leggja það í vana minn að plögga sinfótónleika hér á minni prívatsíðu, en nú get ég ekki bloggs bundist.
Tónleikarnir á fimmtudaginn verða rosalegir. Hæfileikabúntið Thomas Adés er frumlegt og frábært tónskáld og stjórnar tveimur verkum eftir sig, fiðlukonsertinum Concentric Paths og hinu ógurlega Asyla sem er einhverskonar sinfónía. Og svo tveimur verkum eftir sjálfan Ígor Stravinskíj. Annað þeirra er Sálmasinfónían sem er magnþrungið og dugar ekkert minna en báðir Hamrahlíðarkórarnir til að koma því skammlaust til skila.
Fyrir hljóðfæranördinn mig er þatta algert konfekt. Asyla er skrifuð fyrir vægast sagt sérviskulega samsetta hljómsveit. Fyrir utan hefðbundið dót eru þarna t.d. þrjú píanó, þar af eitt stillt kvarttóni of lágt, bassaflauta, bassaóbó og kontrabassaklarinett. Í slagverkinu gengur mikið á og m.a. lamið í poka fulla af hnífapörum og gongum dýft í vatn til að breyta tónhæðinni.
Já, og svo er þetta merkilega mögnuð mússík þrátt fyrir allt!
Allir í háskólabíó á fimmtudagskvöld með eyrun sperrt!
Tónleikarnir á fimmtudaginn verða rosalegir. Hæfileikabúntið Thomas Adés er frumlegt og frábært tónskáld og stjórnar tveimur verkum eftir sig, fiðlukonsertinum Concentric Paths og hinu ógurlega Asyla sem er einhverskonar sinfónía. Og svo tveimur verkum eftir sjálfan Ígor Stravinskíj. Annað þeirra er Sálmasinfónían sem er magnþrungið og dugar ekkert minna en báðir Hamrahlíðarkórarnir til að koma því skammlaust til skila.
Fyrir hljóðfæranördinn mig er þatta algert konfekt. Asyla er skrifuð fyrir vægast sagt sérviskulega samsetta hljómsveit. Fyrir utan hefðbundið dót eru þarna t.d. þrjú píanó, þar af eitt stillt kvarttóni of lágt, bassaflauta, bassaóbó og kontrabassaklarinett. Í slagverkinu gengur mikið á og m.a. lamið í poka fulla af hnífapörum og gongum dýft í vatn til að breyta tónhæðinni.
Já, og svo er þetta merkilega mögnuð mússík þrátt fyrir allt!
Allir í háskólabíó á fimmtudagskvöld með eyrun sperrt!