Fyrir utan frum- og aðrasýningu á
Systrum sem fóru að mínu hlutlausa mati nokkuð vel fram var páskahelginni varið í djúpslökun. Ein lítil fermingarveisla og tvær rispur í bílskúrstiltekt voru eina aktívítetið.
Þess á milli var lesið og glápt. Segir nú af því:
MacbethUpptaka þessi af rómaðri uppfærslu Royal Shakespeare Company á sláturleik Shakespeares er búin að bíða nokkur ár í hillum vorum, en var loxins stungið í tækið á föstudaginn langa. Bísna flott bara, sérstaklega aðalleikararnir, þau Anthony Sher og Harriet Walter. Aðrir langt frá því að vera sannfærandi, sérstaklega óvenju óeftirminnilegur Macduff. Líður dálítið fyrir ömurlegan hljómburð í gýmaldinu þar sem upptakan fór fram, en stemmingin þar fer langleiðina með að bæta það upp. Jafnast í heildina ekki á við snilldaruppfærslu Trevor Nunn með McKellen og Dench, en mun betri en Polanskibíómyndin með Jon Finch og Fransescu Annis. Í minningunni eru Nicol Williamson og Jane Lapotaire dálítið flott í illræmdri heildarútgáfu BBC sennilega á pari við þessa.
SpartacusGamaldags stórmynd, smört, stútfull af stórleikurum og fráleitum díalóg og með vægast sagt klunnalegum og fókuslausum söguþræði. Ágæt skemmtun semsagt, en laaangdregið og fjarri því að ég nennti að horfa á lokabardagann. Baðsenan með Laurence Olivier og Tony Curtis mikil hómóerótísk snilld. Meistari Ármann Jakobsson birtir díalóginn úr senunni á
bloggi sínu. Því er svo við sögu senunnar að bæta að samkvæmt kvikmyndahandbók Maltins þá var hún fjarlægð úr myndinni áður en hún var sýnd, en skeytt inn í hana aftur löngu síðar. Þá var hljóðrásin ónýt eða týnd og Anthony Hopkins fékk að döbba sör Larry í talinu um siðferði ostru- og sniglaáts. Hefur vafalaust ekki leiðst það, enda meistari leiktúlkun á siðferðilegum hliðum mataræðis.
KóralínaFalleg lítil barnabók eftir Neil Gaiman sem er skemmtilegur fantasíuhöfundur. Lítil afskipt stúlka villist inn í vægast sagt spúkí handanheim. Frumleg, spennandi og óvenjuleg bók. Lárviðarskáld Varríusar þýðir bundið mál af venjubundinni snilld. Lausamálsþýðandinn hefði að ósekju mátt vanda sig betur, t.d. með því að hlífa ungum lesendum við "AM og PM" ruglinu í tímatali útlendinga, og að greina nokkrar alkunnar Shakespeare-tilvitnanir og skila þeim í viðteknu formi. Góð saga samt.
Bridget Jones: The Edge of ReasonMyndin er eins og aðalpersónan: fyndin og miklu þynnri en hún heldur.
Fó & Franka hansEr að klára vel skrifaða og afar fróðlega ævisögu Nóbelstrúðsins og konu hans. Fo og Rame eru svona lið sem maður hélt að maður vissi fullt um, en vissi mest lítið. Mjög litríkt líf- og listhlaup eins og gefur að skilja, og ítalskt samfélag á áttunda áratugnum hefur verið vægast sagt svakalegt. Uppáhaldskaflar: viðbrögð samfélagsins við "guðlastinu" í
Misterio Buffo - mjög kunnugleg - og þegar Franca tilkynnir í beinni útsendingu í vinsælum spjallþætti að hún sé skilin við karlinn, og var eiginlega ekki búin að ákveða það sjálf fyrr en hún heyrði sig segja það. Dario er í Amsterdam og fréttir þetta ekki fyrr en daginn eftir þegar hann les blöðin. Góður farsi.
Og svo náttúrulega þessi hugvekjandi skilgreining:
The Rames were professionals ... Art did not figure in their outlook
Hvað trúarleg æten varðar þá fór lítið fyrir þeim fyrir utan fyrrnefnda unglingablessun. En þegar ég sneri aftur til vinnu varð
þetta ágæta blogg á vegi mínum.
Og núna síðdegis verður síðasti evrópuleikurinn á Highbury. Og maður er spenntur, oseisei...