day 28 - a song that makes you feel guilty
Legg þú á djúpið
Legg þú á djúpið eftir Drottins orði
og æðrast ei, því nægja mun þinn forði,
þótt ómaksför þú farir marga stund.
Ef trú og dáð og dugur ei þig svíkur,
er Drottinn lífs þíns ennþá nógu ríkur
og mild hans mund.
Legg þú á djúpið, þegar Kristur kallar,
og kveð án tafar holdsins girndir allar,
og feta beint í fótspor lausnarans,
og lát ei kross né kvalir ykkur skilja,
en keppstu við að stunda Guðs þíns vilja
með hlýðni hans.
Legg þú á djúpið, þú, sem enn ert ungur,
og æðrast ei, þótt straumur lífs sé þungur,
en set þér snemma háleitt mark og mið,
haf Guðs orð fyrir leiðarstein í stafn
i og stýrðu síðan beint í Jesú nafni
á himins hlið.
Matthías Jochumsson
Og nei, það er ekki kristileg sektarkennd sem setur þennan sálm hér, heldur siðferðileg (þetta er nefnilega ekki það sama eins og sumir halda, og ekki heldur andstæður eins og aðrir halda fram.) Mig langaði bara að biðjast afsökunar á því að hafa haft rangt við í þeim hluta fermingarfræðslunnar hjá þeim góða klerki Sr. Birni sem fólst í að læra sálma, og hafa haft texann við höndina falinn í skólatösku uppi á borði svo ég þyrfti ekki að leggja á mig það lítilræði að læra kvæði á borð við þetta. Mér til afbötunar: Þetta er nú ekki með því betra sem sr. Matthías gerði, ha?
Um feisbúkk gengur leikurinn "30 Day Song Challenge", þar sem þú átt að segja frá eða setja inn, lag eftir ákveðinni forskrift daglega. Mér fannst þetta skemmtilegt, en langaði að hugsa frekar um ljóð. Og þau rúmast ekki í feisbúkkstatusum svo ég ákvað að hafa þau hér og krækja í færslurnar úr feisbúkkinu mínu. PS: ljóð eru skemmtileg. Líka þegar þau eru leiðinleg.
Legg þú á djúpið eftir Drottins orði
og æðrast ei, því nægja mun þinn forði,
þótt ómaksför þú farir marga stund.
Ef trú og dáð og dugur ei þig svíkur,
er Drottinn lífs þíns ennþá nógu ríkur
og mild hans mund.
Legg þú á djúpið, þegar Kristur kallar,
og kveð án tafar holdsins girndir allar,
og feta beint í fótspor lausnarans,
og lát ei kross né kvalir ykkur skilja,
en keppstu við að stunda Guðs þíns vilja
með hlýðni hans.
Legg þú á djúpið, þú, sem enn ert ungur,
og æðrast ei, þótt straumur lífs sé þungur,
en set þér snemma háleitt mark og mið,
haf Guðs orð fyrir leiðarstein í stafn
i og stýrðu síðan beint í Jesú nafni
á himins hlið.
Matthías Jochumsson
Og nei, það er ekki kristileg sektarkennd sem setur þennan sálm hér, heldur siðferðileg (þetta er nefnilega ekki það sama eins og sumir halda, og ekki heldur andstæður eins og aðrir halda fram.) Mig langaði bara að biðjast afsökunar á því að hafa haft rangt við í þeim hluta fermingarfræðslunnar hjá þeim góða klerki Sr. Birni sem fólst í að læra sálma, og hafa haft texann við höndina falinn í skólatösku uppi á borði svo ég þyrfti ekki að leggja á mig það lítilræði að læra kvæði á borð við þetta. Mér til afbötunar: Þetta er nú ekki með því betra sem sr. Matthías gerði, ha?
Um feisbúkk gengur leikurinn "30 Day Song Challenge", þar sem þú átt að segja frá eða setja inn, lag eftir ákveðinni forskrift daglega. Mér fannst þetta skemmtilegt, en langaði að hugsa frekar um ljóð. Og þau rúmast ekki í feisbúkkstatusum svo ég ákvað að hafa þau hér og krækja í færslurnar úr feisbúkkinu mínu. PS: ljóð eru skemmtileg. Líka þegar þau eru leiðinleg.
2 Ummæli:
Jú, þetta er stórgott hjá skáldinu. Erindin eru að vísu fleiri. - H.H.
Ha?! Þetta er alveg afleitt. Næstum eins slæmt og þjóðsöngurinn.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim