day 14 - a song that no one would expect you to love
Eins og blasir við af ljóðavalinu hingaðtil er ég alger sökker fyrir hrynjandi. En þessi snilldar(hug)mynd hans Gyrðis hefur alltaf kætt mig. Ég hefði aldrei rekist á þetta ljóð ef ekki kæmi til hin frábæra bók Gegnum ljóðmúrinn sem mér var sett fyrir í Menntaskóla og þykir jafnvænt um og Skólaljóðin umdeildu. Það er miklu meira í henni af ljóðum og minna af myndum (þetta er ein af örfáum) og fyrir vikið meira af drasli. En hún hefur leitt mig á vit nokkurra minna uppáhaldsskálda. Gyrðir er svo sem ekki eitt af þeim, en þetta gladdi mig - og gleður enn.
Um feisbúkk gengur leikurinn "30 Day Song Challenge", þar sem þú átt að segja frá eða setja inn, lag eftir ákveðinni forskrift daglega. Mér fannst þetta skemmtilegt, en langaði að hugsa frekar um ljóð. Og þau rúmast ekki í feisbúkkstatusum svo ég ákvað að hafa þau hér og krækja í færslurnar úr feisbúkkinu mínu. PS: ljóð eru skemmtileg. Líka þegar þau eru leiðinleg.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim