mánudagur, febrúar 19, 2007

Massívri hálfvitahelgi lokið

Það var drullugaman. Meira að segja líka á föstudagskvöldið þó við værum ekki að spila okkar besta mót þá. Troðfullur salur og fínar viðtökur þrátt fyrir allt.

Og svo sama sagan á laugardagskvöldið, nema þá vorum við algerlega upp á okkar besta. Og það er vissulega meira gaman þannig.

Hápunkturinn: Vangaveltur Guðmundar Svafarssonar um vandkvæði við að hafa einhyrninga um borð í Örkinni hans Nóa.

Já og svo auðvitað óvænt nærvera söguhetjunnar úr einu laganna. Og nei, það var ekki Bubbi Morthens.

Efnisorð:

7 Ummæli:

Blogger Ásta sagði...

Guð?

10:21 f.h.  
Blogger Gummi Erlings sagði...

Giska á Móður Teresu, hún er soddan bytta.

Ertu semsagt að segja mér að ég hafi komið á vitlaust kvöld? Ja svei...

11:03 f.h.  
Blogger Gummi Erlings sagði...

Nei, það hefur auðvitað verið helvítis húsvörðurinn sem allir virtust þekkja til nema ég.

11:10 f.h.  
Blogger Varríus sagði...

Gummi er með þetta, það var einmitt hinn geðþekki Ibrahim Öcalan sem óvænt heiðraði bandið með nærveru sinni og við heiðruðum á móti með flutningi á söngnum um hann.

Gríðarlega húsavíkursentrískt lag, en Ace of Base kaflinn ætti að hafa ofan af fyrir utanbæjarmönnum.

11:57 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Flottir tónleikar, og þið voruð bæði ljótari og meiri hálfvitar en mig rámaði í.

5:22 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ó, ég ætlaði að giska á fölbleikan risa.
Vala

10:20 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Fölbleiki risinn var bara á föstudagskvöldið, svo þurfti hann að fara í 70. afmæli til pabba síns. Köflótti kisinn lét ekki sjá sig en hver veit nema að bráðum verði eitthvað köflótt ómissandi hluti af bandinu?

10:06 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim