föstudagur, febrúar 02, 2007

Rýnarýni

Og úr því við erum að tala um gagnrýni þá er hér gagnlegt yfirlit um hvernig lesa má hina raunverulegu meiningu út úr dulkóðuðum texta rýnanna.

Blogger er búinn að uppfæra sig. Ein afleiðingin virðist vera íslenskustafafokk í tenglalistanum. Allavega á mökkum. PC-lesendur mega alveg láta mig vita hvort það sama gildi hjá þeim. Má ekki vera aððí að finna út úr því, né heldur að fara í löngu tímabæra endurnýjun á listanum.

4 Ummæli:

Blogger Gummi Erlings sagði...

Kemur fyrir alla, konur og kalla, pésa með hár og krakka með makka. Hefur eitthvað með að gera (held ég) að stafataflan í gamla blogger var ISO 8859-1 en sú nýja er UTF 8. Ef það segir þér eitthvað. Þarft eiginlega bara að færa þetta allt inn aftur. Reyndar bjó blogger til afrit af gömlu síðunni, getur örugglega fundið hana einhvers staðar í kerfinu og koppípeistað yfir. iczlbtf kemur þó rétt út, sem er eins gott.

12:21 e.h.  
Blogger Ásta sagði...

Samkv. mínum pésa eru Siggadís, Siggalára og ég í náðinni hjá Blogger. Hinir mega éta þá íslensku stafi sem úti frjósa.

"Lfdog" segir Blogger og virðist vera nokk sama.

12:54 e.h.  
Blogger Ásta sagði...

Já og svo virðist Blogger vera búinn að endurskíra mig og gerist svo kræfur að þræta fyrir það. Ég hef ekki hugmynd um hvaðan "loa" kom.

12:58 e.h.  
Blogger Sigga Lára sagði...

Veit ekki hvort þetta stafarugl hefur eitthvað með templeit að gera. Gæti huxast, fyrst það gerir mannamun.

Veit ekki hvað "faglegir" þýðir, en finnst það skipta álíka miklu máli og hvort gagnrýnendur eru fallegir.

8:57 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim