Massívri hálfvitahelgi lokið
Það var drullugaman. Meira að segja líka á föstudagskvöldið þó við værum ekki að spila okkar besta mót þá. Troðfullur salur og fínar viðtökur þrátt fyrir allt.
Og svo sama sagan á laugardagskvöldið, nema þá vorum við algerlega upp á okkar besta. Og það er vissulega meira gaman þannig.
Hápunkturinn: Vangaveltur Guðmundar Svafarssonar um vandkvæði við að hafa einhyrninga um borð í Örkinni hans Nóa.
Já og svo auðvitað óvænt nærvera söguhetjunnar úr einu laganna. Og nei, það var ekki Bubbi Morthens.
Og svo sama sagan á laugardagskvöldið, nema þá vorum við algerlega upp á okkar besta. Og það er vissulega meira gaman þannig.
Hápunkturinn: Vangaveltur Guðmundar Svafarssonar um vandkvæði við að hafa einhyrninga um borð í Örkinni hans Nóa.
Já og svo auðvitað óvænt nærvera söguhetjunnar úr einu laganna. Og nei, það var ekki Bubbi Morthens.
Efnisorð: Hálfvitar
7 Ummæli:
Guð?
Giska á Móður Teresu, hún er soddan bytta.
Ertu semsagt að segja mér að ég hafi komið á vitlaust kvöld? Ja svei...
Nei, það hefur auðvitað verið helvítis húsvörðurinn sem allir virtust þekkja til nema ég.
Gummi er með þetta, það var einmitt hinn geðþekki Ibrahim Öcalan sem óvænt heiðraði bandið með nærveru sinni og við heiðruðum á móti með flutningi á söngnum um hann.
Gríðarlega húsavíkursentrískt lag, en Ace of Base kaflinn ætti að hafa ofan af fyrir utanbæjarmönnum.
Flottir tónleikar, og þið voruð bæði ljótari og meiri hálfvitar en mig rámaði í.
Ó, ég ætlaði að giska á fölbleikan risa.
Vala
Fölbleiki risinn var bara á föstudagskvöldið, svo þurfti hann að fara í 70. afmæli til pabba síns. Köflótti kisinn lét ekki sjá sig en hver veit nema að bráðum verði eitthvað köflótt ómissandi hluti af bandinu?
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim