mánudagur, febrúar 12, 2007

Tónlistarrant og eilíf hamingja

Ég fór á Eilífa hamingju í gærkveldi. Það var svona líka ljómandi gott og skemmtilegt. Einhver albesta sýning leikársins og alveg örugglega besta nýja íslenska leikritið hvað af er leikárs.

Gagnrýnin á ímyndar- og markaðshuxunarháttinn er að sönnu nokkuð grunnhyggin, en hvað með það, þetta er gamanleikur með breiðum pensilförum og þá er allt í lagi þó stundum sé farið út fyrir línurnar í litabókinni. Og breski leikhúskallinn kemur málinu ekkert við en það gerði heldur ekkert til því hann var svo morðfyndinn.

Já og svo þoooli ég ekki þegar Perfect day er notað sem áhrifstónlist. Álíka jaskað og upphafið á Carmina Burana.

Allir á hamingjuna.

Fór líka á Abbababb en Mogginn greiðir fyrir fyrstu fréttir af skoðunum mínum á því svo það verður ekki meira sagt um það hér.

Já og svo fór ég í Stykkishólm með hálfvitunum. Var það mikil frægðarför og gríðarleg stemming í fertuxafmælinu sem við vorum að skemmta. Það er gaman þegar er gaman.

Öllu minna gaman var svo að kíkja á X-factor í sjónvarpinu. það er einhvernvegin engin stemming í þessu. Hvort það er forminu eða stjórnendunum að kenna eða hvort þetta er bara eðlileg Idol-þreyta er ekki gott að segja.

En hvernig getur verið að þaulreyndur söngvari eins og Páll Óskar og útsmoginn poppmörður eins og Einar geti hlustað á jafn pitch-villtan söngvara og einn þátttakandinn er, án þess að hafa orð á því?

Og hvort er verra: a)Þeir heyrðu þetta hvorugur eða b)Þeir heyrðu það en finnst það ekki skipta máli.

Annars á ég ekki að vera að blogga um söngkeppnir. Þær eru óþolandi og ýta undir stöðlun og geldingu tónlistarlífsins. Fyrir utan hvað þær ýta undir þann vonda tendens að hampa söngvurum langt umfram mikilvægi þeirra í tónlistarsköpun.

Núna eru allir rasandi yfir því hvað Evróvisjónlögin eru upp til hópa léleg. Væri kannski meira af góðum lagahöfundum að leggja sig meira fram ef þeir nytu virðingar og viðurkenningar í samræmi við mikilvægi?

Efnisorð: ,

8 Ummæli:

Blogger Gummi Erlings sagði...

Er það rétt sem segir á mínusvæðissíðunni ukkar að þið verðið að spæla um helgina? Gleymist alveg að plögga? Ekk'í lagi meððig? Og gaman að fá loksins dóntæmi.

Virðingarfyllst,

Oscmjpx

3:49 e.h.  
Blogger Varríus sagði...

Það verður plöggað. Fannst það bara á mörkunum að vera tímabært. Vill ekki að lesendur fyllist plöggþreytu. Eða plöggstíflu?

3:51 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Er ekkert á döfinni að koma á túr hingað vestur? Ég þekki afbragðs trommara ef ykkar nennir ekki með.

4:32 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

„Döfin“ er nú bara ekkert öruggur staður til að vera á!

4:48 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Íslenska orðið yfir Myspace-æðið er semsagt Mínusvæðing?

12:00 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Héðan í frá já. Hvílík gargandi snilld.

1:25 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Takk Sævar, þú ert frábær.

12:09 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Nei þúúúúúúúúú ert frábær!

2:02 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim