QED
Í dag er víst ömurlegasti dagur ársins í Bretlandi, segir einhver sálfræðingur.
Í dag á Arsene Wenger afmæli.
Sálfræðingurinn er klárlega frá Manchester.
Til hamingju Arsene! Með allt. Sjáumst á miðvikudaginn.
Í dag á Arsene Wenger afmæli.
Sálfræðingurinn er klárlega frá Manchester.
Til hamingju Arsene! Með allt. Sjáumst á miðvikudaginn.
5 Ummæli:
Þú hefur það væntanlega eftir Fréttablaðinu að Prófessorinn eigi afmæli í dag. Hræddur um að þar fari blaðið með fleipur. Karlinn er fæddur 22. október 1949 enda gat ekki verið að hann ætti afmæli á ömurlegasta degi ársins. Hefðir nú kannski getað sagt þér það sjálfur.
Kannski er Fréttablaðið gefið út af Manchester sinnuðum andskotum. En getur það verið tilviljun að hann á afmæli miðja vegu á milli okkar? Held ekki.
Veit ekki hvað menn hafa fyrir sér með að þetta sé ömurlegasti dagur ársins í Bretlandi. Á þetta ekki frekar að vera ömurlegasti dagur ársins í Frakkalandi?Handboltagrín hehe.
Mánudaginn 22.janúar sturtaði ég símanum mínum niður í klósettið.... jamm alla leið.... ömurlegur hvað....
Svona til að gleðja þig sendi ég tvo brandara:
Hvað er gott við Óbó??
-Það logar vel í því.
Hvað er gott við Fagott??
-Það er auðvelt að kveikja í því með logandi Óbói
Eða svona?
Hvað er gott við fagott?
Svar: Síðustu fjórir stafirnir.
P.S.
Prófaði að hringja í Siggu Birnu og það svaraði einhver Nemo.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim