miðvikudagur, febrúar 07, 2007

Heimsmeist

Ná Tyrkir að hrifsa heimsmeistaratitilinn í knattspyrnu af georgísku krossförunum? Heimsbyggðin stendur á öndinni. Allt skýrist í kvöld.

Smá forskýringu er að finna hér.

Ítalía smítalía.

Öppdeit: Tyrkir náðu ekki að ræna neinu í þessari ferð. 1-0 fyrir Grúsíumenn. Næsti leikur þeirra verður á útivelli við sjálfa konunga heimsmeistarakeppninnar, Skota, sem hafa öðrum þjóðum oftar hampað þessum titli. En titillinn er óhultur í Tiblisi til 24. mars.

Mér finnst að Íslendingar eigi að setja sér það markmið að ná þessum titli. Stýra t.d. vináttuleikjum í átt að viðkomandi liðum. Það væri nú ekki leiðinlegt að vera heimsmeistari í fótbolta?

Efnisorð:

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Þetta er snilld! Ég verð alveg hundhoppandi vitlaus ef að Georgía ver ekki titilinn! Go Crusaders!!

5:31 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim