mánudagur, nóvember 28, 2005

Löngu tímabær tiltekt

Gaf mér lox tíma í gærkveldi og lagaði til í blogglistanum hér til hliðar, en hann hefur verið í messi síðan í krakkinu mikla. Held að allt sé núna í sómanum með hann, ef einhver telur sig hafa tilkall til að vera á honum og ég hef gleymt þá gefi viðkomandi sig fram.

Fann eina jólaævintýrisstúlku að þvælast eina í bloggheimum. Ókei, kannski ekki alveg eina, en allavega, heeere's jenný!

Annars er mikið listafargan í gangi. Bibbi lét það verða sitt fyrsta verk á nýja blogginu sínu aðkitla mig, og áður en ég náði að klára það hafði Fréttablaðið samband og heimtaði að ég gerði götunum í lífi mínu skil í blaðinu. Er að hamast í því, enda strangari deddlæn þar en á Bibbabloggi.

Og svo gengur á með leiksýningum. Keflavík afgreidd, Leikbrúðuland sömuleiðis, Bandamenn annaðkvöld og svo Auðunn Blöndal á miðvikudag. Skrautlegt ...

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Svona götupælingar finnast mér einmitt vera mjög skemmtilegar enda vinn ég við það að mæla göturnar.

8:32 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim