Ynjurnar
Mér fannst gaman á Bakkynjum. Mér fannst sviðssetningin hugvitsamleg, tónlistin flott, meðferð kórljóðanna krassandi og leikmyndin snjöll. Mín vegna hefði þýðingin mátt vera háfleygari, enda er hér ekkert hversdagsskraf á ferðinni.
Hér er fjallað um öflin í mannlífinu, þau sem við eigum að geta stjórnað og hin sem við ráðum ekki við, sama hvað við rembumst. Og afleiðingarnar af því að rembast bara samt. Og í sönnum grískum anda er niðurstaðan auðvitað sú að hvortheldur sem er þá verðum við að þekkja þau og sýna þeim virðingu. Hvort sem við köllum þau Dýonísos, undirmeðvitundina, Karma eða DNA.
Þetta var sosum ekkert fullkomið. Tilraunamennskan í raddbeitingu er sjálfsagt þénug fyrir leikara sem eru fastir í skúffu, en ólíkt var nú alltaf meira gaman þegar maður fékk einfaldlega innihaldið beint í andlitið án viðkomu í effektaboxi leikstjórans. Þess vegna var þáttur Sigurðar Skúlasonar einn af hápunktum verksins, en hann hoppaði nýlega inn í sýninguna.
Og atlögur að fyndni á kostnað hátíðleikans voru ámátlegar og óeinlægar. Reyndar er ég kannski of góðu vanur í þessum efnum, er t.d. nýbúinn að sjá sýningu hjá Kneehigh sem eru ríkjandi heimsmeistarar í að skjóta aulafyndni inn í alvarlegustu sitúasjónir þannig að bæði blómstri. (þau hafa líka glímt við Ynjurnar) Og hógværðin ein hindrar mig í að rifja upp hverjir eru Íslandsmeistarar í þessari brellu.
Alvarlegasti bresturinn er samt að mínu mati að þeim félögum og samstarsfólki þeirra hefur mistekist að búa til trúverðugt ástand á hinar trylltu bakkynjur. Það er reynt að toga það í allar áttir í senn: sálfræðilegt raunsæi, nútímadans, klassíska stílfærslu, dýraspuna. Útkoman er að sönnu óskapnaður, en hann miðlar ekki tilfinningu fyrir ástandi þeirra til áhorfenda. Og sýningin er fyrir okkur, ekki þátttakendurna. Það erum við sem borgum miðann í Kaþarsis-geðhreinsistofuna (ekki ég reyndar, en það skiptir ekki máli).
En hvað - mér þótti sýningin lifa þessa alvarlegu vankanta af. Hún hélt mér rígföstum og hreyfði við mér. Það dugar.
Hér er fjallað um öflin í mannlífinu, þau sem við eigum að geta stjórnað og hin sem við ráðum ekki við, sama hvað við rembumst. Og afleiðingarnar af því að rembast bara samt. Og í sönnum grískum anda er niðurstaðan auðvitað sú að hvortheldur sem er þá verðum við að þekkja þau og sýna þeim virðingu. Hvort sem við köllum þau Dýonísos, undirmeðvitundina, Karma eða DNA.
Þetta var sosum ekkert fullkomið. Tilraunamennskan í raddbeitingu er sjálfsagt þénug fyrir leikara sem eru fastir í skúffu, en ólíkt var nú alltaf meira gaman þegar maður fékk einfaldlega innihaldið beint í andlitið án viðkomu í effektaboxi leikstjórans. Þess vegna var þáttur Sigurðar Skúlasonar einn af hápunktum verksins, en hann hoppaði nýlega inn í sýninguna.
Og atlögur að fyndni á kostnað hátíðleikans voru ámátlegar og óeinlægar. Reyndar er ég kannski of góðu vanur í þessum efnum, er t.d. nýbúinn að sjá sýningu hjá Kneehigh sem eru ríkjandi heimsmeistarar í að skjóta aulafyndni inn í alvarlegustu sitúasjónir þannig að bæði blómstri. (þau hafa líka glímt við Ynjurnar) Og hógværðin ein hindrar mig í að rifja upp hverjir eru Íslandsmeistarar í þessari brellu.
Alvarlegasti bresturinn er samt að mínu mati að þeim félögum og samstarsfólki þeirra hefur mistekist að búa til trúverðugt ástand á hinar trylltu bakkynjur. Það er reynt að toga það í allar áttir í senn: sálfræðilegt raunsæi, nútímadans, klassíska stílfærslu, dýraspuna. Útkoman er að sönnu óskapnaður, en hann miðlar ekki tilfinningu fyrir ástandi þeirra til áhorfenda. Og sýningin er fyrir okkur, ekki þátttakendurna. Það erum við sem borgum miðann í Kaþarsis-geðhreinsistofuna (ekki ég reyndar, en það skiptir ekki máli).
En hvað - mér þótti sýningin lifa þessa alvarlegu vankanta af. Hún hélt mér rígföstum og hreyfði við mér. Það dugar.
13 Ummæli:
kjaftæði varríus!
þetta var artífartí bull! langt og hundfokkingleiðinlegt!
Ég er alveg til í að rífast um artífart (sem ég hef frekar lítið þol gagnvart) og smekk. En skemmtilegt og leiðinlegt er alfarið persónubundið.
Það ættu menn sem hafa þolinmæði fyrir dauðarokki að skilja.
Hundfokkíngleiðinlegt finnst mér gott orð. Hef hins vegar ekki séð Bakkynjurnar. Þær eru á listanum, en ekki efst. Næ þeim kannski...
Hehe.... gaman að heyra að einhver annar en ég hafði gaman af þessari sýningu :)... þrátt fyrir vankantana... ég held við höfum gott af því að sjá svona sýningar inn á milli.... annars fannst mér líka voða gaman á MH sýningunni sem ég sá í gærkvöldi... skemmtileg notkun á rýminu í Tjarnarbíói...
Grábölvað að hafa ekki komist á lokasýninguna á Bakkynjum með Varríusi eins og til stóð, til að geta tekið þátt í þessum innansveitarslag.
Þetta er magnað. Blogger skírir mann bara EITTHVAÐ ef maður gleymir sér ... og e-a hluta vegna klíndi hann nafninu „Stundin“ á mig. Sem er auðvitað bráðskemmtlegt og dáldið gott gisk hjá blogger.
Artí var það og heil ósköp Fartí. Leiðinlegt? Jafnvel. Sem er synd því sagan er góð.
Mér persónulega fannst þetta móðgun við góðan kór að fá léreftsklæddar Tourettynjur til að fækka fötum og emja. (heyrði því fleygt að karlmönnum í yngri kantinum hefði fundist ansi gaman að þeim, sérstaklega þegar Dýonysos og Gaurinn ráfuðu upp skjáinn... Afsakið fjallið.)
Besta atriðið:
Anna Begga: "Ég er farinn heim. Ég nenni ekki að horfa á þetta áfram!!"
Sætavísa: "Það eru bara 45 min eftir. Svo er líka sagt að þetta sé betra eftir hlé."
Mér fundust satýrarnir sætastir.
Varríus sagði:
"Það ættu menn sem hafa þolinmæði fyrir dauðarokki að skilja."
Jæja! Ég er búinn að vera lengi að safna kröftum og róa mig niður til þess að svara þessu!
Ég hef þolinmæði fyrir dauðarokki. Það sem meira er, mér finnst það frábært! Þú segir að "skemmtilegt" og "leiðinlegt" sé persónubundið og ég get alveg kvittað þar. Ég get sagt að mér fannst leikritið "Bakkynjur" leiðinlegt en ég get ekki sagt að mér finnist "dauðarokk" skemmtilegt því 99% dauðarokks er það alls ekki.
Þegar ég heyri "leiðinlega" dauðarokksplötu þá tek ég hana úr spilaranum. Stundum er ég efins og hlusta kannski aftur áður en ég mynda mér skoðun. Þegar ég fer í leikhús þá finnst mér annað hvort leiðinlegt eða skemmtilegt og jafnvel er ég á báðum áttum. En við vissum þetta nú.
Artífart er það þegar fólk gerir eitthvað í nafni einskis annars en þess að gera það. Venjulega er það að reyna að upphefja sjálft sig með því að þykjast hafa sjálfstæða og mjög absúra skoðun (það þykir fínt að þykja ekki það sama og öðrum) en í raun er það bara að reyna að vera öðruvísi. Þannig verður hluturinn innihaldslaus en listamaðurinn segir hann "bara ekki vera fyrir alla" og að "við skiljum þetta bara ekki". Síðan kemur lítilmagninn sem er með magnaða minnimáttarkennd og vantar einhvern til að horfa upp til og fylgir í kjölfarið.
Aftur að Bakkynjum. Hellingur að færu fólki, sem mér finnst reyndar sumt leiðinlegt, en það er nú persónubundið, að setja upp sýningu. Verkefnið er stórt og erfitt en skemmtilegt, aftur persónubundið. Textinn er tyrfinn en það er auðvitað partur af stemningunni, mér hefði þótt skemmtilegt að sjá farið með hann jafnvel enn lengra, en það er auðvitað... já... persónubundið. Ergo: verkefnið er krefjandi. Hvað gerum við þá? Ég sæi tvennt í stöðunni:
1. Gera verkið aðgengilegra. Kannski létta textann, skýra söguna, gera grín. Já í raun færa sýninguna nær áhorfandanum.
2. Gera verkið "heiðarlega". Hafa textann erfiðan, hafa sýninguna háalvarlega, grand, fulla af geðshræringu og gor.
Ég hefði valið seinni leiðina í þessu tilviki.
Hvorugt var gert. Þess í stað var farin leið sem aðstandendum verksins þótti flott. Þau senda okkur fingurinn og segja "fokk jú, ef þú fílar þetta ekki ertu bara ekki nógu flottur!". Það er ekki satt, ég er mjög flottur. Hins vegar var borið á borð fyrir mig verk sem var, þrátt fyrir áhugaverða fleti, ónýtt. Ónýtt vegna þess að það er ekkert kúl að hristast og skjálfa þegar maður talar ef það er engin ástæða fyrir því, það er ekkert kúl að leggja sssssérsssstaka áhersssslu á öll esssssss ssssssem þú sssssegir bara af því bara. Ég vil leikrit en ekki sjálfuglatt runk.
Einlægni er málið. Og þá þurfum við að útskýra það hugtak.
Einlægni er sennilega alger andstæða artífarts. Þegar eitthvað er gert af heilindum, ekki til að þykjast merkilegur. En þetta er flóknara en svo. Og nú komum við að dauðarokkinu.
Uppáhaldsdauðarokksbandið mitt er Deicide og má finna tóndæmi hér:
http://myspace.com/thestenchofredemption
Þeir eru hallærislegir gamlir kallar sem trúa á satan og finnst kúl að skjóta úr byssum. Tónlistin þeirra er svakaleg! Það kemur því ekkert við hvernig þeir eru, þeir eru sjálfum sér samkvæmir í tónlistarmeðförum sínum og þess vegna virkar það. Þetta er einlægni. Tökum dæmi sem stendur mér nær, íslensku dauðarokkssveitina Changer, dæmi hér: http://www.myspace.com/changermetal
Þetta eru strákar sem ég þekki persónulega og eru voðalega venjulegir. Þeir gera vel af því að þeir eru einlægir. Auðvitað skemmir færnin ekkert fyrir en hún er ekki nóg.
Færin getur meira að segja þvælst fyrir fólki í listinni og breytt því í iðnaðarmenn. Það kemur einlægni og artífarí sem sem alveg við en fer enn lengra út fyrir efnið en ég er kominn núna.
Það sem ég er að reyna að benda á er að enda þótt "skemmtilegt" og "leiðinlegt" sé persónubundið þá er hægt að greina ákveðna þætti í þessu samhengi. Þó það sé hollt að segja "mér finnst" þá er þetta ekkert svona einfalt. Á maður alltaf að segja "mér finnst"? Það er alltaf einhver sem finnst eitthvað annað. Ég var með handónýtan gettóblaster á kúbu sem kostaði 3000 kall í Elko. Þar hitti ég strák sem "fannst" þetta vera flottasta hljómflutningsgræja í heimi. Mér fannst það ekki.
Bakkynjur. Verkið er leiðinlegt! Af hverju? Það er yfirborðskennt!
Dauðarokkið? Það er líka leiðinlegt í 99% tilfella því það er yfirborðskennt.
Annað hvort ertu að reyna að hafa þig yfir okkur hin Toggi með því að þykjast hafa skemmt þér eða þá að þú trúir því sjálfur.
Að bera saman dauðarokk og Bakkynjur er ekki hægt. Að bera saman tónlist og leiklist er ekki heldur hægt en þó nær lagi. Að segja að Bakkynjur séu leiðinlegt artífartí bull, langt og hundleiðinlegt er gerlegt og ég ætla að gera það.
Ókei, ég er greinilega fljótari að telja upp að tíu en Bibbi og get því svarað strax.
Ekki saka mig um að vera að reyna að upphefja mig með því að þykjast hafa fundist gaman. Það er ótrúlega ódýrt, og ekki svaravert.
Og enn kjánalegra er að saka mig um að hafa í raun þótt leiðinlegt en vera í sjálfsblekkingu. Það er nefnilega til í dæminu að það finnist ekki öllum gaman að því sama. Um það snerist mín hálfkæringslega dauðarokksathugasemd - greinilega misheppnuð aðferð til að segja þau sjálfsögðu sannindi að allir hafa reynslu af því að finnast eitthvað skemmtilegt sem öðrum finnst leiðinlegt. Þar sem drjúgum slatta af fólki finnst dauðarokk leiðinlegt (þar á meðal greinilega sumum sem hlusta á það) þá ættu þeir sem á það hlusta að hafa reynslu af því að það tjóir ekki að rífast um skemmtilegt/leiðinlegt.
OK?
Alveg sammála um að einlægni er lykilatriði í allri listsköpun. Og ég held að skapendur sýningarinnar hafi nálgast viðfangsefnið sitt þannig. Og villst af leið. Eða þótt frumleiki og tilraunamennska meira virði. Það er rangt. Þetta þrennt verður alltaf að fara saman.
Ég hafði margt við sýninguna að athuga. Sumt bara bísna alvarlegt. En það dugði ekki til að eyðileggja hana fyrir mér. Það gerir mig ekki að betri áhorfanda, eða verri. En það er auðvitað gott fyrir mig, því það er meira gaman að finnast skemmtilegt en leiðinlegt.
En ekki saka mig um að vera að skrökva þegar ég lýsi upplifun minni. Hvorki að sjálfum mér né ykkur. Það er ... leiðinlegt.
Ef ég hef komið illa við þig með þessu þá veit ég ekki hvort ég á að skammast mín eða vera montinn.
Það breytir því ekki að í fullri alvöru þá er ég ekki viss um hvað þér finnst um verkið.
Mig grunar að svarið við þessu liggi í orði sem þú notar í fyrsta andsvari, nefnilega "þolinmæði". Þar sem þú hefur meiri innsýn en ég í leikhúsheiminn, gæti þá verið að þú hafir meiri þolinmæði fyrir því sem ekki er vel gert en ég? Alveg eins og að ég hef kannski meiri þolinmæði fyrir misgóðu öfgarokki?
Ég er enn á því að þú hafir ekki haft gaman að sýningunni en það er ekki alls ólíklegt að þú hafir haft gaman að mörgu sem snerti hana. Þú hefur eflaust betri forsendur til þess en ég að sjá ljósa punkta í vondri uppsetningu, þú veist kannski hvað gæti farið betur á meðan ég sé bara leiðindi. Alveg eins og með mig og dauðarokkið.
En það breytir því ekki að leiðinlegt dauðarokk er leiðinlegt...
Ég held að þér hafi þótt sýningin frábær, og hún hafi virkilega snortið þig og haft djúpstæð áhrif á þig, en til að halda kúlinu gagnvart sjálfum þér og öðrum hafir þú ákveðið að láta eins og þú hafir séð í gegnum hana.
Hvernig veit ég þetta? Nú ég VEIT að sýningin var skemmtileg svo það getur ekki annað verið en að þín yfirlýsta skoðun á henni sé byggð á blekkingu.
Í fullri alvöru þá finnst mér þetta um verkið (þ.e. sýninguna):
Ef ég greini hana í frumeindir þá er margt að henni, og flest af því er um að kenna sérvisku leikstjórans. Fyrir vikið var þetta ekki sérlega góð leiksýning - hún féll á of mörgum mikilvægum prófum til þess.
En meðan ég horfði á hana þá trufluðu þessir vankantar mig minna en ég átti von á, hvað sem veldur.
Mér fannst semsagt skemmtilegt. Eins og þér þótti, þó þú af einhverjum ástæðum neitir að viðurkenna það.
Og ef þessi uppljóstrun mín kemur illa við þig þá veistu kannski betur hvort þú átt að vera montinn.
Sum sé: Deicide eru frábærir og artífart er leiðinlegra en Def Leppard. Það skil ég alla vega út úr þessu.
P.S. Biðst velvirðingar á að hafa blandað Def Leppard inn í þetta en þeir eru bara svo gott leiðindaviðmið..
Sem minnir mann á þetta: Hvað hefur níu hendur og sökkar feitt?
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim