Spurningar, spurningar
Af hverju var Kryddsíldin í boði Alcan?
Af hverju létu Ingibjörg S. og Steingrímur J. leiða sig inn í fábjánalegan og ótímabæran leðjuslag um forsætisráðherrastólinn?
Af hverju héldu höfundar Strákanna okkar að stysta leiðin til Raufarhafnar frá Reykjavík lægi um Hellisheiði?
Af hverju hafa ekki risið upp reiðiöldur meðal knattspyrnumanna yfir að vera sýndir sem fordómafullir steinaldarmenn og tilfinningaheftir og greinarskertir aumingjar í téðri mynd?
Af hverju er betra að áramótaskaupið sé hugmyndalega slöpp viðhafnarútgáfa af Stelpunum en að það sé hugmyndalega slöpp hátíðarútgáfa af Spaugstofunni?
Af hverju létu Ingibjörg S. og Steingrímur J. leiða sig inn í fábjánalegan og ótímabæran leðjuslag um forsætisráðherrastólinn?
Af hverju héldu höfundar Strákanna okkar að stysta leiðin til Raufarhafnar frá Reykjavík lægi um Hellisheiði?
Af hverju hafa ekki risið upp reiðiöldur meðal knattspyrnumanna yfir að vera sýndir sem fordómafullir steinaldarmenn og tilfinningaheftir og greinarskertir aumingjar í téðri mynd?
Af hverju er betra að áramótaskaupið sé hugmyndalega slöpp viðhafnarútgáfa af Stelpunum en að það sé hugmyndalega slöpp hátíðarútgáfa af Spaugstofunni?
7 Ummæli:
Ég vissi að Strákarnir okkar væri ekkert meistaraverk en það kom mér á óvart hveru hrikalega léleg hún var. Þarna hefðir verið hægt að vinna skemmtileg hugmynd í íslenskum veruleika en í staðinn fengum við endalausa upptalningu á vandræðagangi og fordómum. Lilja Nótt fór létt með að vera það besta við myndina (sem ég verð að viðurkenna að ég gafst upp á.)
Frekar götótur söguþráður og eins og þeir vissu ekkert hvert þeir ætluðu með þessa mynd. Já og svo var Raufarhöfn í Þorlákshöfn.
Mér fannst þetta ótrúlega léleg mynd. Hommaklisjur dauðans. Spunnar af lélegri þekkingu hlýtur að vera. Td. fannst mér einkennilegt þegar gæijanum var sagt upp og hann spurði hvort hann mætti ekki bara sjúga elskhugann!!!
Mér er til efs að það sé það fyrsta sem manneskju dettur í hug að biðja um að fá að gera þegar henni er sagt upp. Hvort sem tilfinningasambandið sé á milli karls og konu eða karls og karls.
Ósmekklegt.
Svo ég svari nú spurningunni um áramótaskaupið þá eru Stelpurnar fyndnari en Spaugstofan „lúkka“ miklu betur (bæði leikararnir og þátturinn). Gæti útskýrt eitthvað.
Hehe, gleymdi einu smá „og“ í athugasemdinni hér að ofan sem breytti merkingu hennar algjörlega. Þið megið finna út hvar það á að vera...
Fyrir mér mætti skaupið vera hugmyndasnauð(ari) útgáfa af Búbbunum eða Birni og félögum (ef einhver man eftir þeim) ef ég þarf ekki að sjá Randver Þorláksson að leika kellingu.
Kannski fótboltamenn séu svo greindarskertir að þeir hafi ekki fattað hvað verið var að fara illa með þá í myndinni.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim