Lög smög
Mér leiðist lögfræðivæðing þjóðmálaumræðunnar. Hvernig hugtök og hugsanir úr lögum og lögfræði tekur yfir og stýrir hvernig talað er um hvaðeina.
Nýjasta dæmið er þegar mönnum þykja kompássögurnar úr Byrginu ekki vera í frásögur færandi nema því aðeins að lög hafi verið brotin. Eða í sama máli þar sem fólk veltir því fyrir sér hvort Sigmundur Ernir hafi verið "vanhæfur" til að fjalla um málið eins og hér er haldið fram.
Þetta er auðvitað bull. Háttarlag Byrgisstjórans (ef sögurnar eru sannar) er bæði fréttnæmt og ámælisvert þó ekkert sem hann hefur aðhafst varðaði við lög. Svona svipað og ef hægt er að standa stjórnmálamann að því að ljúga. Það er ekki lögbrot, en ætti að vera fréttnæmara en það er.
Og ef sagan er sönn er tilganginum náð með því að segja hana - hún ógildist ekkert þó hægt sé að sýna fram á illvilja sögumannanna, þó meðan vafi leikur á sannleiksgildinu skipti auðvitað máli að vita það.
Og talandi um sannleikann. Stundum virðist mér sem hugarleikfimin mikilvæga um að menn teljist saklausir uns sekt er sönnuð sé í hugum fólks orðin að siðferðislögmáli. Jafnvel eðlisfræðilögmáli, því sumir skipta orðinu "teljist" út fyrir orðið "séu", og ætlast þá væntanlega til þess að veruleikinn beygi sig undir regluna.
Kannski eiga menn við að það sé fallegt að dæma ekki fyrirfram. En það er nú ekki alveg það sama, er það?
Nýjasta dæmið er þegar mönnum þykja kompássögurnar úr Byrginu ekki vera í frásögur færandi nema því aðeins að lög hafi verið brotin. Eða í sama máli þar sem fólk veltir því fyrir sér hvort Sigmundur Ernir hafi verið "vanhæfur" til að fjalla um málið eins og hér er haldið fram.
Þetta er auðvitað bull. Háttarlag Byrgisstjórans (ef sögurnar eru sannar) er bæði fréttnæmt og ámælisvert þó ekkert sem hann hefur aðhafst varðaði við lög. Svona svipað og ef hægt er að standa stjórnmálamann að því að ljúga. Það er ekki lögbrot, en ætti að vera fréttnæmara en það er.
Og ef sagan er sönn er tilganginum náð með því að segja hana - hún ógildist ekkert þó hægt sé að sýna fram á illvilja sögumannanna, þó meðan vafi leikur á sannleiksgildinu skipti auðvitað máli að vita það.
Og talandi um sannleikann. Stundum virðist mér sem hugarleikfimin mikilvæga um að menn teljist saklausir uns sekt er sönnuð sé í hugum fólks orðin að siðferðislögmáli. Jafnvel eðlisfræðilögmáli, því sumir skipta orðinu "teljist" út fyrir orðið "séu", og ætlast þá væntanlega til þess að veruleikinn beygi sig undir regluna.
Kannski eiga menn við að það sé fallegt að dæma ekki fyrirfram. En það er nú ekki alveg það sama, er það?
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim