Fastur liður á aðventunni
eru verðlaunin sem tímaritið Literary Review veitir fyrir tilgangslausustu og klaufalegustu kynlífslýsingar í bókum ársins. hér má lesa um verðlaunaafhendinguna, og þar er líka að finna linka yfir á þá sem tilnefndir voru og viðkomandi lýsingar.
Og ef einhvern langar til að spreyta sig er kommentakerfið opið...
Og ef einhvern langar til að spreyta sig er kommentakerfið opið...
2 Ummæli:
ég er ekki viss um að hægt sé að toppa vinnigslagið í ár og ætla ekki einusinni að reyna. minnir á brandarann sem endar: "Viltekki bara troð'onum í eyrað og þykjast vera bensíndæla!!"
Nú sést best hversu fágaðir lesendur Varríusar eru. Þegar kemur að fjálglegum og skáldlegum lýsingum á ótímabærum dauða lykilpersóna í barnabókasjöleik eða vögguvísnagerð að hætti al-nörserí-ræmdra engilsaxa, þá fyllist „nxipuaup“-hólfið (eins og það kýs að kalla sig í augnablikinu) ... en þegar kemur að ósmekklegu og klaufalegu kynlífi erum við þögul sem gröfin. Ég tek a.m.k. ekki þátt í neinu neðan beltis ... enda langt að fara.
Lárviðarskáldið
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim