Númer 8969
Ég hef ákveðið að bjóða mig fram til Stjórnlagaþings. Eftirfarandi texta sendi ég með skráningu minni. Ég mun byrja að fylla í þessar eyður og birta fleira máli mínu til stuðnings á næstu dögum:
Mikilvægustu og erfiðustu úrlausnarefni stjórnlagaþings tel ég verða þrjú.
Fyrirkomulag þingkosninga, útfærsla á skilyrðum fyrir þjóðaratkvæðagreiðslum og eignarhald á sameiginlegum auðlindum.
Mikilvægust vegna þess að þessi mál tengjast beint ástæðum þess að nú er ráðist í þetta verkefni. Erfiðust vegna þess að öllu skiptir að skýrt verði kveðið að orði og svigrúm til túlkunar þröngt þegar vilji þingsins liggur fyrir.
Lífið hefur eflt forvitni mína um mannlegt samfélag. Menntun mín þjálfaði mig í að hugleiða hvað sé réttlátt og farsælt. Starfsreynslan hefur kennt mér að orða hugsanir á skýran og einfaldan hátt.
Ég býð mig fram.
Mikilvægustu og erfiðustu úrlausnarefni stjórnlagaþings tel ég verða þrjú.
Fyrirkomulag þingkosninga, útfærsla á skilyrðum fyrir þjóðaratkvæðagreiðslum og eignarhald á sameiginlegum auðlindum.
Mikilvægust vegna þess að þessi mál tengjast beint ástæðum þess að nú er ráðist í þetta verkefni. Erfiðust vegna þess að öllu skiptir að skýrt verði kveðið að orði og svigrúm til túlkunar þröngt þegar vilji þingsins liggur fyrir.
Lífið hefur eflt forvitni mína um mannlegt samfélag. Menntun mín þjálfaði mig í að hugleiða hvað sé réttlátt og farsælt. Starfsreynslan hefur kennt mér að orða hugsanir á skýran og einfaldan hátt.
Ég býð mig fram.
2 Ummæli:
Fjári fínt hjá þér Toggi! Bestu kveðjur Halla Þorvaldsd.
Allra ljótasti hálfvitinn er að sjálfsögðu þegar kominn á minn seðil - reyndar fyrir fallega skynsemi!
JD
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim