sunnudagur, júlí 06, 2008

A hypothetical

Raunveruleikinn:

Fréttamaður: Formaður samtaka atvinnulífsins hefur lýst því yfir að krónan sé búið spil

Davíð Oddsson: Já, ég veit ekki hvaða spil hann er að spila.

Allir: Hahahahaha!

Útópían:

Fréttamaður: Formaður samtaka atvinnulífsins hefur lýst því yfir að krónan sé búið spil

Davíð Oddsson: Já, ég veit ekki hvaða spil hann er að spila.

Fréttamaður: Nú ert þú seðlabankastjóri. Finnst þér í alvörunni aulabrandari rétt viðbrögð við stöðu mála?

3 Ummæli:

Blogger Þórunn Gréta sagði...

Hann er Dabbi kóngur. Og ef Geir prinz er spurður að einhverju verður hann bara afundinn og fúll, neitar í besta falli að svara. Og ef Björn er spurður, þá myndi hann helst vilja skjóta alla með sérsveitarbyssum. Þessa menn elska Íslendingar og kjósa yfir sig aftur og aftur og aftur og aftur og aftur. Ekkert annað hægt að segja en bara verði ykkur að góðu, elskurnar.

10:57 f.h.  
Blogger Sigga Lára sagði...

Og flestir sigla inn í Seðlabankann og hverfa. Dabbi kóngur er sá eini sem hefur haldið áfram að sýna sitt fábjánska trýn og gera gloríur, þó hann sé kominn á hið Seðlabankska elliheimili.

Já, og svo svarar hann með öjlabröndurum. Eða þá að hann segir: "Nei, það er bara rangt." Án þess að skýra mál sitt frekar, eins og hann hefur áður gert við svipaðri spurningu varðandi Evruna.

Ég veit næstum alveg hvaða spil Dabbi kóngur er að spila. Líklega Matador eða Verðbréfaspilið. Og okkur peðunum í spilinu hans kemur ekkert við hvernig eða hvar peningarnir eru.

Enda skiptir engu máli lengur hvað við kjósum. Maðurinn situr á seðlunum þar til... ja við gætum kannske endurtekið pereatið...

10:13 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

já hvað eru fréttamenn að hugsa annaðhvort hlusta þeir ekki á svarið eða þeir eru hræddir við þann sem talað er við. Hvort tveggja afar slæmt.
bonnie

6:23 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim