mánudagur, júní 23, 2008

Þengill hinn illi og forseti Perugia

Það er tiltölulega ástæðulaust að blogga mikið sjálfur ef maður kann nógu mikið í HTML-i til að búa til krækjur.

Bretar hafa löngum talið sig mikla bókaþjóð - og nú loksins eru þeir að kynnast ísfólkinu! Stórbrotið viðtal við Margit Sandemo í Guardian. Drap hún mann þegar hún var ellefu ára? Vonandi.

Bretar hafa löngum talið sig mikla knattspyrnuþjóð - og vissulega skrifa fáir skemmtilegar eða frá réttari sjónarhóli um þá íþrótt en Nick Hornby. Hann vísar á gamla grein sem hann skrifaði fyrir amríska blaðið New Yorker um Heimsmeistaramótið 2002. Vitaskuld snilld. Ef einhver nennir ekki að lesa sig í gegnum greinina, þá er rétt að birta þessa hárnákvæmu greiningu á ítalskri knattspyrnu:
The Italians have always had a strange approach to football. Their players look like pop stars, and the squad almost always includes at least two forwards whom every other country in the world would kill for; all the outward signs suggest flamboyance and a sense of stylish adventure. But traditionally they play a stupefyingly defensive game, as if too much scoring would somehow cause people to doubt their masculinity.


Já, það er óþarfi að skrifa sjálfur. Sérstaklega þar sem að það sem ég hefði sennilega freistast til að tjá mig um næst var grein í Lesbók moggans sem pirraði mig og Guðmundur Andri tekur til úrbeiningar í Fréttablaðinu í dag.

Summertime - and the living is easy...

4 Ummæli:

Blogger Gummi Erlings sagði...

Eins og ég þreytist aldrei á að segja: Margit Sandemo er fremsti súrralisti Norðurlanda. Að norræna bókmenntastofnuni skuli ekki hafa áttað sig á því er náttúrlega bara pjúra þöggun, og ekkert annað.

6:09 e.h.  
Blogger Sigga Lára sagði...

Mig langar svooo að vita hvernig sumarplanið er hjá Hálfvitum. Sérstaklega hvort eða hvenær þeir huxa sér að þenja sig á Akureyri eða Egilsstöðum, eða næstu nágrenum.

Skyldu þær upplýsingar finnast einhversstaðar í vefheimum?

2:16 e.h.  
Blogger Varríus sagði...

Hér eru nýjustu upplýsingar um Hálfvitatúrinn í júlí, sem verður mögulega okkar eina spilamennska í sumar:

Mið. 16. júlí - Iðnó
Fim. 17. júlí - Frumleikhúsið í Kef
Fös. 18. júlí - Hrísey
Lau. 19. júlí - Skúlagarður í kelduhverfi

1:19 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Fimmtudaginn 17. verðum við reyndar líka á Litla-Hrauni ... en það er sennilega fremur „lokað“ gigg.

12:59 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim