mánudagur, júní 16, 2008

Logaland, þöggun og skoðanir

Hálfvitaunnendur fjölmenna að sjálfsögðu í Logaland í kvöld og hlýða á söngskemmtun Ljótu hálfvitanna. Tilefnið er hundrað ára afmæli Umf. Reykdæla. Ungmennafélag Hálfvitanna er mun yngra, en hugsjónin er hin sama.

Þeir sem ekki eiga heimangengt úr höfðustaðnum ættu auðvitað að bregða undir sig styttri fætinum og sækja útgáfutónleikana hans Hrauns. á Rúbín í Öskjuhlíð. Sú eðalhljómsveit hefur nú sent frá sér aðra "alvöru" plötu sína, Silent Treatment.

Aðrir sambýlingar Hálfvitanna, hljómsveitin Múgsefjun er líka búin að gera plötu, Skiptar skoðanir heitir hún. Þeir verða á Arnarhóli annaðkvöld.

Báðar fyrrnefndar plötur fást í hljómplötuverslunum og bókabúðum (ef guð og sérvitrir og tóndaufir innkaupastjórar lofa). ´

Hálfvitarnir eru ekki með plötu að sinni, þannig að: Allir í Logaland!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim