þriðjudagur, júní 17, 2008

Svo margt ég ekki skil

Af hverju étur hver upp eftir öðrum að ísbirnir séu "alfriðaðir"? það er nú bara alls ekki rétt. Þeir eru heldur ekki skilgreindir í útrýmingarhættu. Status þeirra er "Vulnerable" skv. Wikipedíu og samkvæmt sömu heimild mega allskyns villimenn veiða hvítabirni. Tjúkotkar í síberíu, millar í kanada og ég veit ekki hvað og hvað.

Af hverju þykir Björgvini settumumhverfisráðherra "einboðið" að gefa Björgólfi Thor leyfi til að slá sig til riddara með því að leggja til pening í björgun bjarnarins? Af hverju getum VIÐ ekki bara gert þetta - án þess að það sé í boði einhvers furstans. Aumt.

Hversvegna geta (sumir) söngvarar á samkomum eins og "Bláu augun þín" sem verið er að sýna frá á Stöð2 ekki drullast til að læra texta að lögum sem allir kunna?

Af hverju þurfa Rúvistar endilega að ljóstra upp um úrslit "hins" leiksins - þess sem er sýndur á plússnum og svo seinna á -aðal.

Halda kjafti plís.

Annars er ég góður.

Og talandi um gott - Svavar Knútur var að massa þetta í fyrrnefndum bláaugum. Kunni bæði textana og á ukulele - er hægt að biðja um meira?

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim