Ýmis orð í belg
Bloggvinir Varríusar eru margir á kvenfrelsisnótum þessa dagana, sem vonlegt er. Þetta er hvert öðru ritfærara og djúphugulla þannig að í stað þess að leggja eigin orð í þann belg fer ég að fordæmi hennar Helgu í þjóðsögunni og safna leifum þeirra í belg einn mikinn. Ólíkt henni legg ég hins vegar að fólki að gægjast í hann, enda er þetta "allt óskemmt".
Sigríður Grindhveli kemur víða við í pistli um kvenfyrirlitningu og simpsonvæðingu karlkynsins.
Á vef Ylfu gefur hinsvegar að lesa eldheita varnarræðu heimavinnandi húsmóður.
Samhugur í verki fær nýja vídd hjá strandagaldrakarlinum, gott ef hann minnir ekki ofurlítið á Svövu heitna Jakobsdóttur í pistli þessum.
Og svo get ég ekki stillt mig um að vísa fólki á þessa miklu snilld, en læt þess jafnframt getið að það var dr. Gunni sem leiddi mig þangað, og hafi hann þökk.
Sigríður Grindhveli kemur víða við í pistli um kvenfyrirlitningu og simpsonvæðingu karlkynsins.
Á vef Ylfu gefur hinsvegar að lesa eldheita varnarræðu heimavinnandi húsmóður.
Samhugur í verki fær nýja vídd hjá strandagaldrakarlinum, gott ef hann minnir ekki ofurlítið á Svövu heitna Jakobsdóttur í pistli þessum.
Og svo get ég ekki stillt mig um að vísa fólki á þessa miklu snilld, en læt þess jafnframt getið að það var dr. Gunni sem leiddi mig þangað, og hafi hann þökk.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim