Vítið enn
Það er mikið búið að grínast með hið vítaverða víti Henry og Pires - og til að kæta Huldu má geta þess að þetta var hugmynd Henrys. En þetta er sko alls ekki einsdæmi. Fordæmið sem þeir félagar nefndu er þegar Johan Cruyff og Jesper Olsen léku þessa list fyrir Ajax 1982. En sagan er ekki öll.
Á fótboltavef The Guardian er vikulegur pistill sem heitir The Knowledge. Þar svara sparkspekingar blaðsins spurningum um fótbolta sem á köflum eru svo nördalegar að furðu sætir. Að sjálfsögðu vildi einhver vita hvort Cruyff og Olsen ættu einu fyrirmyndina að uppátækjum Róberts og Týra. Svo reyndist ekki vera. Nokkur dæmi voru nefnd, en eftirfarandi vekur auðvitað sérstaka athygli:
Á fótboltavef The Guardian er vikulegur pistill sem heitir The Knowledge. Þar svara sparkspekingar blaðsins spurningum um fótbolta sem á köflum eru svo nördalegar að furðu sætir. Að sjálfsögðu vildi einhver vita hvort Cruyff og Olsen ættu einu fyrirmyndina að uppátækjum Róberts og Týra. Svo reyndist ekki vera. Nokkur dæmi voru nefnd, en eftirfarandi vekur auðvitað sérstaka athygli:
Yet the nearest variation to the 'two-touch' penalty can be tracked back even further; all the way to June 5, 1957 in fact, when Belgium entertained Iceland in a World Cup qualifying tie. Already leading 6-1, Belgium were awarded a 44th-minute penalty. Up stepped Rik Coppens to take it, but instead of firing towards Björgvin Hermannsson in the Iceland goal, Coppens nonchalantly passed to team-mate André Piters, who returned the favour, enabling the former to score past a stunned Hermannsson. The match ended 8-3 and Coppens went on to be voted 73rd on a list of all-time great Belgians.Annað sem vekur athygli er að enn hef ég ekki rekist á neinn íslenskan fjölmiðil rifja þetta upp. Ekki einu sinni sjálfur yfirfótboltanördinn.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim