þriðjudagur, nóvember 22, 2005

Þekkirðu Hugleik # 2

Getraunin mikla er komin af stað. Nú hefst önnur lota, og öllu svínslegri:

Fyrir hvað stendur skamstöfunin T.Þ.A.G og í hvaða leikriti kemur hún fyrir?

Aukaspurning: Hvernig tengist umrædd sýning hljóðfærasafni Hugleiks?

8 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

t enór
þ ópran
a lt
og bassi sunginn á g streng

nei ég veit ekki svarið en TÞAG geta náttla líka verið skammstöfun f Þorgeir Tryggva og Ármann Guðmundsson en það er örugglega ekki rétt heldur.
dáldið erfitt Toggi

12:28 f.h.  
Blogger Varríus sagði...

Já, svínslegt, ég veit.

8:57 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Vegna tengsla þinna við góðu bókina hlýtur þetta að vera:
t-ileinka þ-ér a-lmáttugi g-uð
og hljóðfærið hlýtur að vera harpa.

9:14 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Veit þetta auðvitað ekki, enda eflaust alltof ungur. Ef ég sæi þessa skammstöfun hins vegar á bók og ætti að geta mér til um merkingu hennar myndi ég segja "til þess að gera".

9:23 f.h.  
Blogger Varríus sagði...

Sigurður er heitur...

10:03 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

þetta er örugglega úr Bí, bí
og hljóðfærið væri þá meitill ehh mætti nota það í áslátt ... .)

12:57 e.h.  
Blogger Varríus sagði...

Þessi reyndist erfið. En nú verður svarið birt.

Verkið er Yndisferðir. Þar eiga plottararnir tveir, forstjórinn og fjármálastjórinn eftirfarandi orðaskipti um plottið sitt:

Allt í GG?
TÞAG

Í þessu verki stigu nokkrir hugleikarar sín fyrstu skref með félaginu, og langflestir þeirra einnig sín síðustu. Ein þeirra var kona að nafni Dóra Diego. Hún átti þó eftir að koma færandi hendi ári eða tveimur síðar þegar hún færði félaginu að gjöf forláta píanó sem hafði dvalið í smurgryfju á heimili hennar, eða þáverandi sambýlismanns (man ekki hvort). Píanó þetta hefur reynst okkur betra en ekkert og er sem kunnugt er eini upprétti konsertflygillinn sem vitað er um.

Næsta getraun verður birt seinna í dag. Vonandi aðeins léttari. Annars eru spurningar þannig að ef maður veit svarið þá eru þær léttar, annars ekki.

1:06 e.h.  
Blogger Ásta sagði...

Það væri ekkert verra ef þær væru úr sýningum sem við sem höfum ekki verið það lengi í félaginu erum líklegt til að hafa séð. Eins og t.d. frá og með Fáfnismönnum.

2:24 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim