fimmtudagur, október 27, 2005

Leiðinleg vitleysa

Óskaplega leiðst mér málflutningur þeirra sem vilja halda Reykjavíkurflugvelli í Vatnsmýrinni. Aðallega vegna þess að röksemdirnar (sem margar hverjar eru mikilvægar) snúast allsekki um af hverju er svona mikilvægt að það sé flugvöllur í Vatnsmýrinni, heldur hversvegna það er óásættanlegt að innanlandsflugið fari til Keflavíkur.

Sem er ekki sami hluturinn.

Villan er svo að gera andstæðingum Vatnsmýrarvallarins upp þá skoðun að völlurinn eigi fyrir alla muni að hverfa suður á nes.

Og svo er þessu stillt upp sem enn einu dæminu um yfirgang höfuðborgarbúa og skeytingarleysi um bræður sínar og systur í sveitinni.

Sjálfur fæ ég ekki séð að innanlandsflug um Keflavík gangi upp. Alltof mikill tími bætist við ferðalagið, fyrir utan umstang, sjúkraflugsmál og önnur gild rök gegn því.

En þau rök eru ekki sjálfkrafa rök fyrir óbreyttu ástandi. Ef finnst önnur góð staðsetning sem rök Vatnsmýrarflugvallarvina af landsbyggðinni hrína ekki á, fæ ég ekki séð að það komi þeim neitt við hvort völlurinn verði fluttur þangað.

Á sama hátt er það einkamál Akureyringa hvort flugvöllurinn þar sé á Leirunum eða einhversstaðar utar í firðinum í sambærilegri fjarlægð frá Bautanum. En það væri óásættanlegt að fytja Akureyrarflugið til Húsavíkur. (á sama hátt reyndar og það var óþolandi þegar Húsavíkurflugið var flutt til Akureyrar, en það er önnur saga).

7 Ummæli:

Blogger fangor sagði...

heyr, heyr. ég vil völlin út á löngusker. 5 mínútur frá miðbænum, aðflugsleiðir ekki lengur þvert yfir íbúðahverfin og loksins hægt að nýta vatnsmýrarsvæðið í eitthvað af viti. Verandi landsbyggðarlýður sjálf leyfi ég mér að segja að þeir sem ekki búa í reykjavík hafi ekki atkvæðisrétt í þessu máli. það munar ekki svo miklu hvort þú ert 10 mínútum til eða frá vellinum inn í borgina. Keflavík er jafn fráleitur kostur fyrir okkur höfuðborgarbúa og þá sem búa úti á landi, aðrir möguleikar eru okkar mál. allar ályktanir um mótmæli héðan og þaðan af landinu eru álíka fáránleg og mótmæli reykvíkinga gegn eyjabakkavirkjun á sínum tíma. því miður fyrir okkur höfuðborgarbúa eru hins vegar álíka miklar líkur á að tekið verði mark á þeim og við fáum eitthvað miklu verra í staðin. *andvörp*

6:15 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

uuuhhhhhhhh

alveg orðið þreytt. samt dæmi um stórkostlegan fjölmiðlaflutning. þ.e. það eru algerlega fjölmiðlar sem hafa búið til krísuna vatnsmýri vs. keflavík. það er löngu farina af stað vinna í að finna reykjavíkurflugvelli nýja staðsetningu innan borgarmarkanna ... og já það er fáránlegt að hafa kvikindið í vatnsmýrinni..... löngusker eða bessastaðanes, óli er hvort eð er aldrei þar.

7:16 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Svo er auðvitað spurning að færa Vestmannaeyja flugvöll út í Surtsey.

2:24 e.h.  
Blogger Sigurður Högni Jónsson sagði...

Já og slá kannski nokkrar flugur og færa Surtsey í Vatnsmýrina í leiðinni.

5:01 e.h.  
Blogger Varríus sagði...

Gerumst bara róttækir og endurskipuleggjum allt landið.

Röðum því í stafrófsröð!

Tftwx!
(en þannig segja Búskmenn víst góða helgi)

5:04 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Úff! Aumingja Öræfin að lenda aftast. Hvers eiga þau að gjalda?

12:31 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

P.S. Orðið var kafqvos. Sem er einmitt keflvíska og þýðir vatnsmýri.

12:32 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim