mánudagur, október 24, 2005

Tveir farsar og kassi

Ágætis Londonferð afstaðin. Munar þar mestu að enn tókst að auka við hljóðfærakost heimilisins, en allt síðan ég sá og heyrði í Cajon fyrir skemmstu hef ég ekki getað á heilum mér tekið. Nú hefur slíkur gripur bæst í safnið, og það er auðvitað allt annað líf.

Eina leiksýningu tókst mér að sjá, ansi lipra uppfærslu á móður allra farsa, What the butler saw eftir séníið skammlífa Joe Orton. Svínvirkaði þrátt fyrir hreint afleita frú Prentice. Dr. Rance var stórkostlegur og allt var þetta í hárréttri tóntegund, nokkuð sem hefur löngum vafist fyrir þeim sem sviðsetja verk Ortons.

Það var líka skrípó í boði á Highbury þar sem mínir menn tóku á móti Manchester City. Leiksins verður vafalaust minnst fyrir fáránlegt uppátæki Henrys og Pires, þar sem sá síðarnefndi hugðist spila úr vítaspyrnu og senda á markakónginn mikla. Nógu hálfvitaleg hugmynd svosem, sem Róbert beit svo höfuðið af skömminni með því að klúðra geðveikt illa. Eins gott að við vorum yfir, og unnum. Að öðrum kosti hefðu stuðningsmennirnir vafalaust farið eins með sökudólginn og hann með skömmina.

En voða gaman að fá að hylla gömlu hetjuna Ian Wright sem kom inná fyrir leik til að hylla Henry sem sló markamet þess fyrnefnda í Prag í vikunni sem leið. Og syngja við raust - með sínu lagi:

Ian Wright-Wright-Wright!

Og björtu hliðarnar: Öryggi í liðinu, hafði aldrei á tilfinningunni að sigurinn væri í hættu. Og þar sem ég er loksins að lesa Fever Pitch,ástarjátningu Nicks Hornby til Arsenal, þá er ég alveg sáttur við dálítið andleysi og "One-Nil to the Arsenal" sem líka var gaman að kyrja í leikslok.

Nú er bara að ná brilljansinum síðan í fyrra og hittifyrra og þá er þetta komið.

13 Ummæli:

Blogger Gummi Erlings sagði...

Til hamingju með cajoninn (á íslensku "kössungur"?)

Og orðið er "ulthimg". Líklega gotneska.

3:57 e.h.  
Blogger Varríus sagði...

"Kössungur" er gott

önnur leið væri hljóðlíking. Til dæmis "kjáni".

eða vísa bæði í lögun og notkun:

"Box"

Eða eins og sagt var í úsbekistan til forna:

ifwzvkzh

4:33 e.h.  
Blogger Varríus sagði...

Annars held ég að sérnafn míns kössungs verði "Pires" svona til minningar um aðfarirnar á vellinum á laugardaginn.

Mun hann fá ófáa snoppunga fyrir klaufaganginn.

Og þegar mikið liggur við mun ég grípa til welskra blótsyrða og hrópa:

Cfotty!

4:36 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég held að cajon sé komið úr dönsku, sbr. "['va'] ka' Jon?" sem á íslensku myndi útleggjast "[hvað] kann Jón?".

Þarna hefur því brottfallið N á undan joðinu.

Ég legg því til að gripurinn verði nefndur kanjó, nafnorð sem ljóslega beygist eins og banjó.

- - - -

Þessu ótengt:

xluctfl = Excel you see to fly!

4:38 e.h.  
Blogger Gummi Erlings sagði...

Reyndar myndi kjáni ekki ganga þar sem framborið er cajon [kaxon], ekki [kayon] (þar sem 'x' stendur fyrir uppgómmæltu órödduðu önghljóði (ég er ekki að djóka neitt, þetta er spænskt orð). "Kaktus" kannski...

6:40 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Mér sárnar sárlega fyrir hönd, eða ætti ég að segja fót Piresar þar sem hvergi kemur fram hér að það var þó hann sem skoraði sigurmark leiksins. Enda er hann langsætastur og það er það sem skiptir máli í fótbolta.
Hulda

10:25 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Til hamingju með "kaxonið" (farið að hljóma ískyggilega líkt franska orðinu garçon sem Lubbi Tí er kenndur við. Mér finnst nú Lubbi reyndar dálítið skemmtilega (ó)viðeigandi og fyndið nafn á svona sköllótt hljóðfæri. Hlakka til að spila á það við næstu upptroðslu.

1:35 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Mér finnst að þetta ágæta hljóðfæri gæti heitið "Klúðron" í tilefni dagsins, en var það ekki eðlilegt að frönsku litlu nördarnir settu upp litið show þar sem þeor hafa hugsanlega vitað af góðum gagnrýnanda í stúkunni ?

Júlli

10:35 f.h.  
Blogger Varríus sagði...

Það er hárrétt hjá Huldu að Pires skoraði mark leiksins og skyldi því svo sannarlega haldið til haga. Eins má alveg rifja það upp fyrir Júlíus að sum lið unnu sinn leik um helgina og sum... ekki.

Og Pires er sætastur. Ég færi síðastur manna að véfengja smekk Huldu á svoleiðislöguðu. Á hinn bóginn hefur hann verið í dálitlu óstuði undanfarið. Gott ef það hófst ekki þegar hann rakaði af sér hökutoppinn, sem aukinheldur jók mjög á fegurð drengsins.

Ef hann hefði lesið Dómarabókina þá hefði hann séð hvernig fór fyrir ofurmenninu Samson þegar viðlíka henti hann.

11:42 f.h.  
Blogger GEN sagði...

Til hamingju með bláhreðjakassann. Þetta er einmitt hljóðfærið sem ég notaði á Airwaves um daginn - mitt uppáhald síðan í vor. Enn marinn - á höndum og annars staðar...

Joyhakvt - eigðu gleðilegan dag!

1:21 e.h.  
Blogger GEN sagði...

Eða kannski bláhreðjabox..?

Rflgn wgtrkxd!

1:28 e.h.  
Blogger Gummi Erlings sagði...

"Kistlingur"? Annars væri "kassatromma" bara einfaldast og mest lýsandi.

1:54 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

ég ætla að kalla þetta "kassa".....

5:36 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim