mánudagur, nóvember 22, 2010

Um breytingar á stjórnarskrá

Einn mikilvægan lið vantaði í manífestóið frá í gær


8 - Stjórnarskrá

Það þarf að taka þann kaleik af alþingi að sýsla við breytingar á stjórnarskránni. Allavega þarf að kveða á um að hún skuli borin undir þjóðaratkvæði. Og væri kannski klókt, ef vel tekst til núna, að setja ákvæði í stjórnarskrána um að halda skuli sambærileg þing á 20 ára fresti eða svo?

Allavega er núverandí sýstem alveg afleitt. Alþingi er vondur staður til að skoða stjórnarskrá, þar sem stór hluti hennar varðar persónulega hagsmuni þeirra sem þar sitja á nánari og einsleitari hátt en almennt gerist. Dæmi: Að búa til snjallt og sanngjarnt kosningakerfi sem þjónar hagsmunum fólksins og skilar vilja kjósenda inn á þing með eins vafningalausum hætti og unnt er - það ætti að vera markmiðið. Er hægt að ætlast til þess að alþingismenn geti sett sjálfa sig og flokka sína til hliðar og unnið slíkt verk?

Það á að vera erfitt að breyta stjórnarskránni, já, og það á að gera sjaldan og varlega. En valdið til þess á ekki að vera í höndum fólks sem var kosið til að vinna allt önnur verk.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim