miðvikudagur, júní 18, 2008

Rokkogról!

Hálfvitar gerðu góða ferð í Borgarfjörðinn í fyrrakvöld. Svosum ekkert rífandi mæting (60-70 manns), en fín stemming og bros í hverju munnviki utan sviðs og innnan.

Hollendingar eru að massa þetta, en því miður sluppu helv. Ítalirnir áfram líka. Vonandi taka Spænirnir þá. Koma svo Spænir!

Björgólfi Th. þykir víst ekki einboðið að taka þátt í kostnaði við Operation Save the Bear úr því hún mistóxt. Stórmannlegt. Eða kannski bara mannlegt.

Og í kvöld er heimildamynd um þungarokk í sjónvarpinu! Hefði manni þótt það fengur um og eftir fermingu? Já. Og þykir manni það kannski bara talsvert gaman í dag? Ójá!

Þessi breski rokksögusería er ágæt. Ekkert frábær, svolítið þröngsýn og pönkþátturinn var bísna slappur. En það var nú kannski af því hvað sú saga hefur oft verið sögð. Og hevímetal er önnur saga.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim