fimmtudagur, júní 26, 2008

Þjóðsöngvar

Í gær vann liðið með flottari þjóðsönginn. Sá þýski er sérlega glæsilegt lag, enda samið af sjálfum Joseph Haydn. Hinn tyrkneski İstiklâl Marşı (Sjálfstæðismars) alveg smart líka, en dálítið eins og eitthvað úr óperettum Gilberts og Sullivan.

Svo var þetta flottur leikur og dramatískur. Hefði alveg viljað sjá tyrkina taka þetta samt.

Í kvöld held ég með báðum. Rússarnir hafa auðvitað klárt forskot á þjóðsöngvasviðinu. Þeirra er líkt og sá þýski í topp fimm, hvort sem hann er kyrjaður á hefðbundinn hátt eða rokkaður upp.

Óneitanlega bliknar La Marcha Real í samanburðinum. Svo er enginn opinber texti, sem er slappt.

Þannig að frá tónlistarlegum sjónarhóli er úrslitaleikur milli Rússa og Þjóðverja óskastaðan.

Just Don't Mention the War

3 Ummæli:

Blogger Gummi Erlings sagði...

Spánverjar eiga svo erfitt með þetta föðurlandsástardæmi að þjóðsöngurinn og sérstaklega textinn við hann er alveg óendanlegt vandamál. Eitthvað var verið að reyna að berja saman texta í fyrra, en held þeir hefi gefist upp. Erfitt að berja saman texta sem sýnir lofsyngur Spán án þess þó að særa þjóðernisvitund Baska og Katalóna. Vonlaust dæmi.

Er samt feginn að Spánn vann í dag.

11:48 e.h.  
Blogger Gummi Erlings sagði...

Og þessi útgáfa af rússneska þjóðsöngnum (eða réttara sagt þeim sovéska) er ekki síður skemmtileg:

http://www.youtube.com/watch?v=LtU3vUOa2sw

11:55 e.h.  
Blogger Varríus sagði...

Að ógleymdri þessari.

10:43 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim