miðvikudagur, nóvember 23, 2005

Hugleiksgetraun #3

Því er oft haldið fram að Hugleikur hafi einungis leikið verk eigin höfunda, þ.e. ef Magnús Grímsson Bónorðsfari sé talinn til þeirra - sem hann er. Þetta er nú eins og svo margar alhæfingar, ekki allveg rétt. Sé miðað við styrkhæfar sýningar þá hafa þrír eftirtalinna höfunda verið leikinn af Hugleik, en einn ekki.

Harold Pinter
Jónas Árnason
Einar Benediktsson
Peter Shaffer

Hver er þessi ógæfusami skríbent?

3 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Jónas Árnason giska ég á.

Ef ég man rétt voru hinir 3 allir brúkaðir í Eintalasýningunni/námskeiðslokaprógramminu Leikur einn í Aðalstræti 16.

9:40 e.h.  
Blogger Varríus sagði...

Rétt hjá Sævari - afgerandi forysta.

10:04 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ef ég giska á Pinter næ ég þá öðru sæti ? Mér þykur það ekki slæmt að vera fast á eftir háhælum hans.

Júlli

4:53 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim