föstudagur, nóvember 11, 2005

Fávitar!

Tímaritið Sirkus hneysklaði marga með fyrirsögninni "Ég er algjör hnakkamella" á síðasta tölublaði, sem vonlegt er. Núna tekur samt steininn úr. Framan á nýjasta blaðinu stendur nefnilega: "Bíbí er kynþokkafyllsti bassaleikari landsins".

Bíbí smíbí. Varríus spyr: Hefur þetta fólk aldrei séð hann Loft?!

Þið getið séð hann í þjóðleikhúskjallaranum í kvöld. Tveir nýir einþáttungar, besta neðanjarðarhljómsveit í heimi og konsertuppfærsla af hælætum úr Jólaævintýrinu. Miðasala hér. Mætið eða verið ferkantaðir ella.

7 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Hvað áttu við með að „besta neðanjarðarhljómsveit í heimi“ sé að spila. Við Sævar erum svo fjarri því að vera eitthvað neðanjarðar.

11:22 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Nú veit ég hvað einsmanns hljómsveitin hans Togga heitir þegar við Ármann höfum gert alvöru úr því að stofna dúettinn Vinir litla mannsins; Neðanjarðar!

1:07 e.h.  
Blogger Varríus sagði...

Hljómsveit sem spilar í kjallara er neðanjarðarhljómsveit, hversu svimandi háir sem sumir í henni eru.

Orðið er addjj sem er klárlega skammstöfun á alkunnri íslenskri blótsyrðatvennu.

1:25 e.h.  
Blogger GEN sagði...

Eftir sýningu er svo hægt að líta á Ungann, en þar mun yfirritaður einmitt sitja að sumbli frá því skömmu fyrir miðnætti, enda orðinn fjörgamall eftir gærdaginn.

2:51 e.h.  
Blogger Varríus sagði...

Til hamingju - I guess...

Lykilorðið er diwdxod - sem er mjög sennilega nafn á lyfi gegn öldrun sem þó er enn á tilraunastigi, bæði nafn og lif.

2:56 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Vuajshht! er upphrópun sem er notuð ef maður mætir einhverju stóru og hryllilegu þegar maður átti síst von á því. Eins og t.d. mér nývöknuðum. Hef heyrt það nokkrum sinnum.

3:46 e.h.  
Blogger fangor sagði...

loftur er auðvitað kynþokkinn uppmálaður eða: cvotan- og við móðgumst sárlega fyrir hans hönd.

12:36 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim