föstudagur, nóvember 04, 2005

Fuss og svei

ekkert bloggað hér síðan á mánudag. Það kemur mér svosum ekkert á óvart.

Í fyrsta lagi er Jólaævintýrið að sigla inn í geðveikisfasann. Upptökur á tónlistinni um helgina, og allar deildir að komast á yfirsnúning. Það er óhemju gaman og vel þess virði þó það taki alla manns vökutíma. Fyrir utan þá sem fara í vinnuna sem líka er á fullu. Já og svo litla sæta einþáttunginn hennar Júlíu sem ég er að sviðsetja fyrir Þjóðleikhúskjallarann.

Sumsé nóg fyrir stafni. Hégómi eins og blogg og biblíulestur situr sem fastast á hakanum.

En þeir sem þurfa lesefni fyrir helgina geta dundað sér við að kynna sér málflutning eins helsta sérfræðings breta í fíkniefnum.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim