föstudagur, október 28, 2005

Spunahúsið 20 ára

Ef þú ert í London og það er sunnudagssíðdegi og þú veist ekkert hvað þú átt af þér að gera, enda nýbúin(n) að uppgötva að sunnudagar eru frídagar í leikhúsunum, þá er margt vitlausara en að heimsækja The Comedy Store. Þetta er eins og nafnið bendir til Stand-up klúbbur, og er til húsa í kjallara rétt hjá Piccadilly Circus.

Sunnudagskvöld eru sérstök í Grínbúðinni. Þá troða nefnilega upp The Comedy Store Players og sýna teatersport á heimsmælikvarða. Kom þarna um hvítasunnuna og hló eins og frík.

Og nú eru þau tuttugu ára. Afmælisgrein hér.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim