Sven: Sónata fyrir Stalínorgel
– lesþroskasögubrot
Ég man mjög vel eftir því þegar ég las fyrst eitthvað eftir Sven Hazel. Það var í stofunni hjá afa Togga.
Innan um Íslendingasögurnar og Laxness leyndist af einhverjum ástæðum Dauðinn á skriðbeltunum og einhverntíman greip ég hana og byrjaði að lesa.
Ég veit ekki hvað ég var gamall, en vel getur hugsast að þetta hafi verið fyrsta „fullorðinsbókin“ sem ég las.
Þetta var ansi magnað - fyrsti kaflinn er löng lýsing á skriðdrekabardaga og hraðinn, hættan, hitinn og kaosið komst vel til skila. Og svo var blótað og bölsótast. Þetta var eitthvað alveg nýtt. Ég var húkkt eins og margir unglingar fyrr og síðar - ekki síst strákar.
Ég var sennilega orðinn „card-carrying“ viðskiptavinur bókasafnsins á Húsavík þegar þarna var komið sögu. En búinn að halda mig einarðlega í barnadeildinni. Ég er svo sem ekkert viss um að það hafi verið eitthvað tiltekið aldurstakmark, eða yfirhöfuð bannað að skoða eða fá lánaðar fullorðinsbækur. En mér þótti það samt ekki við hæfi lengi vel.
En nú var nauðsynlegt að rjúfa þann múr. Og ekki nóg með það - ég hreinlega fór og spurði Helen hvort þar væru nokkrar bækur eftir Sven þennan Hazel. Og jú, þær voru til, hún vísaði mér á þær. Eða þessa einu sem var inni, Hersveit hinna fordæmdu, og lánaði mér hana möglunarlaust.
Í baksýnisspeglinum er sú bók (sú fyrsta) algerlega sér á parti - hefur yfirbragð raunveruleikans - segir sögu stríðsáranna allra og veitir ólíkt hinum bókunum innsýn í líðan, afstöðu og tilfinningar söguhetjunnar. Hún virkar eins og endurminningabók og ef hún er uppspuni verður að taka hattinn ofan fyrir höfundinum sem skáldi um leið og hann er skammaður fyrir ósannsögli.
Ég man ekki hvort mér entist áhuginn og smekkurinn til að halda tryggð við Hazel þar til bækurnar hættu að koma út - held að ég hafi aldrei lesið þær allra síðustu (þær voru enn að koma út þegar ég byrjaði að lesa þær). En langflestar las ég, sumar oftar en einu sinni eins og ég geri gjarnan, (ó)siður sem ég hef frá móður minni - og afa Togga.
Ég man ekki hvort ég eignaðist nokkurn tímann neina. Held ekki - fékk þær á safninu og mögulega hjá vinum og kunningjum. Á allavega enga Hazel-bók og engar leynast í bókaskápum á Uppsalaveginum.
Ég man ekki hvenær ég las síðast orð eftir hann. Það er ansi langt síðan.
Mun styttra er síðan ég las blaðagrein um Sven Hazel, manninn á bak við það nafn og allskyns álitamál og ásakanir á hendur honum. Í framhaldinu grúskaði ég mig í gegnum vefsíðu (þetta var sumsé eftir tilurð netsins) tileinkaða Sven Hazel sem danski blaðamaðurinn og rithöfundurinn Erik Haaest hélt úti og hét því „snjalla“ nafni „Swine Hassel“. Þar var svikaferill mannsins á bak við bækurnar (sem skv. Haaest var hvorki höfundur bókanna né var að lýsa eigin reynslu) rakinn af allnokkurri heift. Það var að mig minnir nokkuð erfitt að greina trúverðuga hluti frá móðursýki og paranoju í þessum skrifum, en því miður virðist vefurinn horfinn (vel má vera að mér flinkari grúskarar geti grafið síðuna upp úr setlögum internetsins). Þetta var nú býsna áhugavert sem slíkt, hvort sem efnið var skoðað sem innsýn í svikahrappsferil viðfangsefnisins eða sálarlíf síðuhöfundar.
Og litlu breytti þetta um álit mitt á Sven Hazel. Sennilega hafði ég haft það fyrir satt að eitthvað af efni bókanna væri sannsögulegt án þess að hafa svo sem haft af því teljandi áhuga. Sagan var góð.
Eða hvað?
Var þetta holl lesning?
Ég veit það ekki, svosem. Ætli „bókmenntagildið“ sé ekki fremur rýrt, ef það orð lýsir einhverju sem hönd er á festandi. Það var reyndar alltaf einhver fordæmandi undirtónn í frásögnunum - ég held að fáa lesendur grípi beinlínis löngun til að ganga í herinn og marséra til Moskvu. Það er ekki þessum höfundi að kenna að það verður alltaf ljómi yfir stríðsfrásögnum. Ljómi sem stafar af því að sigrast á lífshættulegum erfiðleikum, að standa með félögum sínum, að ná að njóta lífsins þó allt sé ömurlegt í kringum þig. Glampinn af egginni þunnu milli lífs og dauða. Þetta vissu Hómer og Snorri, þetta kunni Tolkien. J.K Rowling veit þetta Og Sven Hazel var með þetta.
Og sennilega átti þessi kraftmikla súpa úr skrautlegum karakterum, dramatísku sögusviði, taumlausu ofbeldi, snert af kynlífi/klámi og ávæningi af sannsögulegheitum samt sinn þátt í því að innræta mér trú á mátt orðanna - möguleika bóka til að kveikja myndir sem væru a.m.k. jafn magnaðar og það sem hægt væri að varpa á skjá eða tjald.
Það er nú hollt.
Mér liggur við að segja: ég væri ekki sá sem ég er ef ekki væri fyrir Sven Hazel. For better or worse.
Ég man mjög vel eftir því þegar ég las fyrst eitthvað eftir Sven Hazel. Það var í stofunni hjá afa Togga.
Innan um Íslendingasögurnar og Laxness leyndist af einhverjum ástæðum Dauðinn á skriðbeltunum og einhverntíman greip ég hana og byrjaði að lesa.
Ég veit ekki hvað ég var gamall, en vel getur hugsast að þetta hafi verið fyrsta „fullorðinsbókin“ sem ég las.
Þetta var ansi magnað - fyrsti kaflinn er löng lýsing á skriðdrekabardaga og hraðinn, hættan, hitinn og kaosið komst vel til skila. Og svo var blótað og bölsótast. Þetta var eitthvað alveg nýtt. Ég var húkkt eins og margir unglingar fyrr og síðar - ekki síst strákar.
Ég var sennilega orðinn „card-carrying“ viðskiptavinur bókasafnsins á Húsavík þegar þarna var komið sögu. En búinn að halda mig einarðlega í barnadeildinni. Ég er svo sem ekkert viss um að það hafi verið eitthvað tiltekið aldurstakmark, eða yfirhöfuð bannað að skoða eða fá lánaðar fullorðinsbækur. En mér þótti það samt ekki við hæfi lengi vel.
En nú var nauðsynlegt að rjúfa þann múr. Og ekki nóg með það - ég hreinlega fór og spurði Helen hvort þar væru nokkrar bækur eftir Sven þennan Hazel. Og jú, þær voru til, hún vísaði mér á þær. Eða þessa einu sem var inni, Hersveit hinna fordæmdu, og lánaði mér hana möglunarlaust.
Í baksýnisspeglinum er sú bók (sú fyrsta) algerlega sér á parti - hefur yfirbragð raunveruleikans - segir sögu stríðsáranna allra og veitir ólíkt hinum bókunum innsýn í líðan, afstöðu og tilfinningar söguhetjunnar. Hún virkar eins og endurminningabók og ef hún er uppspuni verður að taka hattinn ofan fyrir höfundinum sem skáldi um leið og hann er skammaður fyrir ósannsögli.
Ég man ekki hvort mér entist áhuginn og smekkurinn til að halda tryggð við Hazel þar til bækurnar hættu að koma út - held að ég hafi aldrei lesið þær allra síðustu (þær voru enn að koma út þegar ég byrjaði að lesa þær). En langflestar las ég, sumar oftar en einu sinni eins og ég geri gjarnan, (ó)siður sem ég hef frá móður minni - og afa Togga.
Ég man ekki hvort ég eignaðist nokkurn tímann neina. Held ekki - fékk þær á safninu og mögulega hjá vinum og kunningjum. Á allavega enga Hazel-bók og engar leynast í bókaskápum á Uppsalaveginum.
Ég man ekki hvenær ég las síðast orð eftir hann. Það er ansi langt síðan.
Mun styttra er síðan ég las blaðagrein um Sven Hazel, manninn á bak við það nafn og allskyns álitamál og ásakanir á hendur honum. Í framhaldinu grúskaði ég mig í gegnum vefsíðu (þetta var sumsé eftir tilurð netsins) tileinkaða Sven Hazel sem danski blaðamaðurinn og rithöfundurinn Erik Haaest hélt úti og hét því „snjalla“ nafni „Swine Hassel“. Þar var svikaferill mannsins á bak við bækurnar (sem skv. Haaest var hvorki höfundur bókanna né var að lýsa eigin reynslu) rakinn af allnokkurri heift. Það var að mig minnir nokkuð erfitt að greina trúverðuga hluti frá móðursýki og paranoju í þessum skrifum, en því miður virðist vefurinn horfinn (vel má vera að mér flinkari grúskarar geti grafið síðuna upp úr setlögum internetsins). Þetta var nú býsna áhugavert sem slíkt, hvort sem efnið var skoðað sem innsýn í svikahrappsferil viðfangsefnisins eða sálarlíf síðuhöfundar.
Og litlu breytti þetta um álit mitt á Sven Hazel. Sennilega hafði ég haft það fyrir satt að eitthvað af efni bókanna væri sannsögulegt án þess að hafa svo sem haft af því teljandi áhuga. Sagan var góð.
Eða hvað?
Var þetta holl lesning?
Ég veit það ekki, svosem. Ætli „bókmenntagildið“ sé ekki fremur rýrt, ef það orð lýsir einhverju sem hönd er á festandi. Það var reyndar alltaf einhver fordæmandi undirtónn í frásögnunum - ég held að fáa lesendur grípi beinlínis löngun til að ganga í herinn og marséra til Moskvu. Það er ekki þessum höfundi að kenna að það verður alltaf ljómi yfir stríðsfrásögnum. Ljómi sem stafar af því að sigrast á lífshættulegum erfiðleikum, að standa með félögum sínum, að ná að njóta lífsins þó allt sé ömurlegt í kringum þig. Glampinn af egginni þunnu milli lífs og dauða. Þetta vissu Hómer og Snorri, þetta kunni Tolkien. J.K Rowling veit þetta Og Sven Hazel var með þetta.
Og sennilega átti þessi kraftmikla súpa úr skrautlegum karakterum, dramatísku sögusviði, taumlausu ofbeldi, snert af kynlífi/klámi og ávæningi af sannsögulegheitum samt sinn þátt í því að innræta mér trú á mátt orðanna - möguleika bóka til að kveikja myndir sem væru a.m.k. jafn magnaðar og það sem hægt væri að varpa á skjá eða tjald.
Það er nú hollt.
Mér liggur við að segja: ég væri ekki sá sem ég er ef ekki væri fyrir Sven Hazel. For better or worse.
4 Ummæli:
Ég las held ég á Wikipediu að þessi dani þarna hefði ekki heldur trúað að Anna Frank hefði verið að segja satt (eða að dagbókin væri hennar), né heldur að það hefðu verið gasklefar í útrýmingarbúðunum. Það er ábyggilega mjög erfitt að sannfæra þannig fólk.
Já ég las þetta, og las svo aftur. Þetta er greinilega alvöru furðufugl.
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
Ég var um tólf ára þegar ég las hersveit hinna fordæmdu, sama vetur las ég líka tíðindalaust á vesturvígstöðvunum og sláturhús fimm, það kom sér stundum vel að vera treyst fyrir að bjarga sér sjálfur í bókasafninu en þetta hefur örugglega skaðað mig fyrir lífstíð.
Ég endurlas hersveit hinna fordæmdu fyrir ekkert svo löngu síðar, rétt eftir að ég las hið mikla finnska meistarverk um óþekkta hermanninn. Hún var mun betri en ég þorði að vona, svona eins og ljóti bróður vesturvígstöðvanna. Það truflar mig samt ekkert hvað Hassel gerði eða gerði ekki í stríðinu, a.m.k. truflar það mig meira að Vonnegut hafi aldrei verið á Tralfamadore.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim