day 11 - a song from your favorite band
Land og fólk
Landið má viljugt þola vetur;
fólk klæðir af sér frost
en á hvergi skjól fyrir skrumi.
Þegar dagur rís í austri
hlæja hlíð og skriða
ljósið bræðir þela úr lýngmó og skóf
og fólk hristir af sér hrím blekkínganna.
þó býr landið yfir leyndum harmi
og einstaka maður við örkuml.
Þorsteinn frá Hamri
Ég elska mörg skáld en Þorsteinn er mitt skáld. Hann er sá eini sem ég safna, sá eini sem ég sökkvi mér ofaní þegar ég skil ekki strax, sannfærður um að það sé ekkert feik, engir stælar í gangi og djúpköfunin muni borga sig. Ég vil lesa allt sem hann skrifar, ég vil hlusta á Eyrbyggjasögu af því að það er hann sem les hana, ég vil komast inn í hugarheiminn. Þetta ljóð, úr Fiðrið úr sæng daladrottningar, er ekkert endilega uppáhaldsljóðið mitt. En þetta var fyrsta bókin hans sem ég las spjaldanna á milli og sannfærði mig um að Þorsteinn er mitt skáld.
Um feisbúkk gengur leikurinn "30 Day Song Challenge", þar sem þú átt að segja frá eða setja inn, lag eftir ákveðinni forskrift daglega. Mér fannst þetta skemmtilegt, en langaði að hugsa frekar um ljóð. Og þau rúmast ekki í feisbúkkstatusum svo ég ákvað að hafa þau hér og krækja í færslurnar úr feisbúkkinu mínu. PS: ljóð eru skemmtileg. Líka þegar þau eru leiðinleg.
Landið má viljugt þola vetur;
fólk klæðir af sér frost
en á hvergi skjól fyrir skrumi.
Þegar dagur rís í austri
hlæja hlíð og skriða
ljósið bræðir þela úr lýngmó og skóf
og fólk hristir af sér hrím blekkínganna.
þó býr landið yfir leyndum harmi
og einstaka maður við örkuml.
Þorsteinn frá Hamri
Ég elska mörg skáld en Þorsteinn er mitt skáld. Hann er sá eini sem ég safna, sá eini sem ég sökkvi mér ofaní þegar ég skil ekki strax, sannfærður um að það sé ekkert feik, engir stælar í gangi og djúpköfunin muni borga sig. Ég vil lesa allt sem hann skrifar, ég vil hlusta á Eyrbyggjasögu af því að það er hann sem les hana, ég vil komast inn í hugarheiminn. Þetta ljóð, úr Fiðrið úr sæng daladrottningar, er ekkert endilega uppáhaldsljóðið mitt. En þetta var fyrsta bókin hans sem ég las spjaldanna á milli og sannfærði mig um að Þorsteinn er mitt skáld.
Um feisbúkk gengur leikurinn "30 Day Song Challenge", þar sem þú átt að segja frá eða setja inn, lag eftir ákveðinni forskrift daglega. Mér fannst þetta skemmtilegt, en langaði að hugsa frekar um ljóð. Og þau rúmast ekki í feisbúkkstatusum svo ég ákvað að hafa þau hér og krækja í færslurnar úr feisbúkkinu mínu. PS: ljóð eru skemmtileg. Líka þegar þau eru leiðinleg.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim