Af hverju ég?
Trú mín óx og er nú slík
því ætla mun ég reyndina
að hálfvitinn frá Húsavík
hækki meðal greindina
Sigurjón Pálsson
Kannski ég geri aðeins grein fyrir því af hverju ég held að ég væri gagnlegri en ekki á stjórnlagaþingi.
Ég lærði heimspeki í háskólanum. Þar er farið í gegnum allskyns teóríur um mannlegt samfélag og siðferði sem gagnast í vinnunni framundan, fyrir utan að vinnubrögðin sem þar eru innleidd eru einmitt góð í svona. Greining, textarýni, gagnrýnin hugsun.
Hvatinn til að fara í heimspekinám, þegar t.d. efnafræði eða endurskoðun væri auðvitað líklegri til efnahagslegs ábata, vitnar um forvitni um hver sé grundvöllur mannlífsins og hvernig best sé að haga samfélagi manna.
Ég hef fengist við texta alla mína starfsævi. Ég hef unnið á auglýsingastofum og með PR-mönnum. Ég hef skrifað leikrit og leiklistargagnrýni. Ég hef samið lög við texta og texta við lög. Glíman við að orða hugsun í knöppu formi er mér eiginleg.
Ég er vanur hópvinnu. Flest mín verk eru samvinnuverkefni. Mér þykir svo sannarlega ekki verra ef samstarfsmennirnir eru ekki allskostar sammála mér.
Ég er félagsmálamaður. þrífst í fundaforminu og hef hæfilega þolinmæði gagnvart nauðsynlegum formlegheitum.
Ég er allsendis hagsmunatengslalaus. Hef t.d.kosið flesta stjórnmálaflokka. Og rík hagsmunasamtök hafa ekki haft samband. Bendi þeim sem vilja gera það á mæðrastyrksnefnd.
því ætla mun ég reyndina
að hálfvitinn frá Húsavík
hækki meðal greindina
Sigurjón Pálsson
Kannski ég geri aðeins grein fyrir því af hverju ég held að ég væri gagnlegri en ekki á stjórnlagaþingi.
Ég lærði heimspeki í háskólanum. Þar er farið í gegnum allskyns teóríur um mannlegt samfélag og siðferði sem gagnast í vinnunni framundan, fyrir utan að vinnubrögðin sem þar eru innleidd eru einmitt góð í svona. Greining, textarýni, gagnrýnin hugsun.
Hvatinn til að fara í heimspekinám, þegar t.d. efnafræði eða endurskoðun væri auðvitað líklegri til efnahagslegs ábata, vitnar um forvitni um hver sé grundvöllur mannlífsins og hvernig best sé að haga samfélagi manna.
Ég hef fengist við texta alla mína starfsævi. Ég hef unnið á auglýsingastofum og með PR-mönnum. Ég hef skrifað leikrit og leiklistargagnrýni. Ég hef samið lög við texta og texta við lög. Glíman við að orða hugsun í knöppu formi er mér eiginleg.
Ég er vanur hópvinnu. Flest mín verk eru samvinnuverkefni. Mér þykir svo sannarlega ekki verra ef samstarfsmennirnir eru ekki allskostar sammála mér.
Ég er félagsmálamaður. þrífst í fundaforminu og hef hæfilega þolinmæði gagnvart nauðsynlegum formlegheitum.
Ég er allsendis hagsmunatengslalaus. Hef t.d.kosið flesta stjórnmálaflokka. Og rík hagsmunasamtök hafa ekki haft samband. Bendi þeim sem vilja gera það á mæðrastyrksnefnd.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim