mánudagur, desember 07, 2009

Svörtu stjörnurnar

Varríus hefur ákveðið að halda með Ghana í HM í sumar. Enda á Varríus Ghanískan bróður. Reynar líka Brasilískan, en sá hefur engan áhuga á fótbolta og auk þess er eitthvað svo glatað að halda með Brössunum. Mótherjar Svörtu stjarnanna eru Þjóðverjar, Serbar og Ástralir. Ekkert létt og löðurmannlegt, en Ghanverjar eru engir aular og eiga alveg séns.

Áfram hefur Varríus svo taugar til Hollendinga og þá er Fabregas náttúrulega Spánverji.

þetta verður sumsé gott mót.

Svo er gleðisöngurinn Hættessuvæli kominn inn á vallistan fyrir vinsældarlista Rásar 2

Það er líka gott.

1 Ummæli:

Blogger Sigga Lára sagði...

Hmmm. Hvernig ætli HM standi af sér við skólann í sumar?
Það verður kannski bara ferlega lítið af leiðinlegum fótboltabullum þar?
;)

1:39 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim