You never make me scream
Þegar maður snýr aftur úr svona löngu blogghléi þá finnst manni maður þurfa að hafa mikil tíðindi að færa. En ég hef það ekki. Jú, á laugardaginn verður íslensk-færeysk stuttverkahátíð í félagsheimili Seltjarnarness sem allir ættu að sækja heim. En þar sem enginn er sennilega að lesa þetta blogg núna þá er þetta trúlega frekar lamað plögg.
Það væri gaman að hafa verið á PR fundinum þar sem formanni Sjálfstæðisflokksins voru lögð í munn orðin "Hræddar krónur" sem hann hefur haldið í eins og ósynt barn í kork í síðustu viðtölum. Væntanlega að vona að hann verði ekki spurður hvort eigendur krónubréfa hafi nokkurn einasta áhuga á að fá ríkissskuldabréf fyrir hræddu krónurnar sínar. Hingað til hefur honum orðið að ósk sinni.
Og það hefði líka verið gaman að vera á fundinum þar sem ákveðið var að nota hina ágætu klámvísu Lily Allen, It's not fair undir kynningu á kvikmyndavetrinum á RÚV. Burtséð frá dónaskapnum þá er skírskotunin nokkuð tvíræð. Er RÚV í hlutverki hins lánlausa elskhuga sem ljóðmælandanum þykir svo undurvænt um, og er jafnvel til í að totta tímunum saman, en fær ekkert út úr samlífinu?
Eða er þetta á hinn veginn, og sjónvarpsmenn eru að kvarta yfir því að áhorfendur, sem þeir elska, séu ekki að skila sínu?
Veit ekki hvort er verra.
Gott lag samt.
Og nokkrar góðar myndir á leiðinni. Reyni að muna að hringja í RÚV og rymja frygðarstunur í símann þegar eitthvað gott er á dagskrá.
Það væri gaman að hafa verið á PR fundinum þar sem formanni Sjálfstæðisflokksins voru lögð í munn orðin "Hræddar krónur" sem hann hefur haldið í eins og ósynt barn í kork í síðustu viðtölum. Væntanlega að vona að hann verði ekki spurður hvort eigendur krónubréfa hafi nokkurn einasta áhuga á að fá ríkissskuldabréf fyrir hræddu krónurnar sínar. Hingað til hefur honum orðið að ósk sinni.
Og það hefði líka verið gaman að vera á fundinum þar sem ákveðið var að nota hina ágætu klámvísu Lily Allen, It's not fair undir kynningu á kvikmyndavetrinum á RÚV. Burtséð frá dónaskapnum þá er skírskotunin nokkuð tvíræð. Er RÚV í hlutverki hins lánlausa elskhuga sem ljóðmælandanum þykir svo undurvænt um, og er jafnvel til í að totta tímunum saman, en fær ekkert út úr samlífinu?
Eða er þetta á hinn veginn, og sjónvarpsmenn eru að kvarta yfir því að áhorfendur, sem þeir elska, séu ekki að skila sínu?
Veit ekki hvort er verra.
Gott lag samt.
Og nokkrar góðar myndir á leiðinni. Reyni að muna að hringja í RÚV og rymja frygðarstunur í símann þegar eitthvað gott er á dagskrá.
2 Ummæli:
rss rokkar ;)
Hei! Velkominn!
Fyrst þú vilt ekki á fésbókina þá er nú lágmark að það sé lífsmark á blogginu þínu. ;)
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim