Verum á tánum
Hin nýtilkomna pólitíska athafnasemi almennings er sennilega það dýrmætasta sem kemur út úr hruninu. Bæði pottabarningurinn og bloggið sýnir að nú erum við kominn inn á leikvöllinn. Þá er bara að standa sig.
Eitt af því sem þarf að gæta vel að er sú brella stjórnmálamanna að breyta leikreglunum og færa mörkin. Það er löngu ljóst að fjölmiðlamenn ráða ekki við þessar brellur. Hér eru tvö dæmi:
1. Stjórnarkreppa
Í aðdraganda stjórnarskiptanna og umræðum um kosningar í vor varð það að möntru Geirs H. og sjálfstæðismanna að við mættum ekki við stjórnarkreppu. Það var alveg ljóst að þeir meintu að það að skipta um stjórn væri stjórnarkreppa. Þarna var verið að breyta merkingu orðs, breyta reglunum í pólitískri umræðu. Aldrei heyrði ég neinn viðtalstakara þjarma að þeim fyrir þessa lúalegu brellu.
2. Ábyrgð á hruninu
Það þarf að passa að þegar verið er að tala um uppgjör hrunsins og ábyrgð á því þá er ekki verið að tala um strangan lögfræðilegan skilning á brotum. Í umræðunni dúkka alltaf öðru hverju upp sá skilningur, að sá einn beri ábyrgð sem hafi brotið lög. Það þarf að gæta þess að halda til haga brotum gegn siðferði og réttlæti þó lögin nái kannski ekki yfir það. Sérstaklega þegar ein af helstu orsökum hrunsins var frjálshyggið og veikt regluverk og eftirlit.
Mig grunar reyndar að klár lögbrot séu fá og smá, og að einblína á þau muni aldrei fullnægja réttlætiskennd þjóðarinnar. Þeim mun mikilvægara að halda því til haga að sannleikurinn komi fram og fundnar leiðir til að þeir sem beri ábyrgð axli hana á áþreifanlegan hátt.
Það má t.d. vel vera að það sé ekki gerlegt að "frysta eignir auðmanna" eins og VG vill. En kórinn sem vill slá það út af borðinu fyrirfram ætti að þegja. Ef það er hægt að koma því í kring án þess að brjóta gegn stjórnarskrá og mannréttindum þá er erfitt að skilja hvernig réttsýnt fólk ætti að vera á móti því. Á sama hátt og ef að þetta er lagalegur ógjörningur munu allir - þar á meðal VG - fallast á það.
En umfram allt: Það má ekki leyfa stjórnmálamönnum að skilgreina sekt og sakleysi í hruninu sem lögfræðilegt mál. Þetta snýst um réttlæti.
Og það er forvitnilegt að fylgjast með hvaða pólitíkusum svelgist helst á við að bera sér það orð í munn. Og hverjir forðast það mest.
Eitt af því sem þarf að gæta vel að er sú brella stjórnmálamanna að breyta leikreglunum og færa mörkin. Það er löngu ljóst að fjölmiðlamenn ráða ekki við þessar brellur. Hér eru tvö dæmi:
1. Stjórnarkreppa
Í aðdraganda stjórnarskiptanna og umræðum um kosningar í vor varð það að möntru Geirs H. og sjálfstæðismanna að við mættum ekki við stjórnarkreppu. Það var alveg ljóst að þeir meintu að það að skipta um stjórn væri stjórnarkreppa. Þarna var verið að breyta merkingu orðs, breyta reglunum í pólitískri umræðu. Aldrei heyrði ég neinn viðtalstakara þjarma að þeim fyrir þessa lúalegu brellu.
2. Ábyrgð á hruninu
Það þarf að passa að þegar verið er að tala um uppgjör hrunsins og ábyrgð á því þá er ekki verið að tala um strangan lögfræðilegan skilning á brotum. Í umræðunni dúkka alltaf öðru hverju upp sá skilningur, að sá einn beri ábyrgð sem hafi brotið lög. Það þarf að gæta þess að halda til haga brotum gegn siðferði og réttlæti þó lögin nái kannski ekki yfir það. Sérstaklega þegar ein af helstu orsökum hrunsins var frjálshyggið og veikt regluverk og eftirlit.
Mig grunar reyndar að klár lögbrot séu fá og smá, og að einblína á þau muni aldrei fullnægja réttlætiskennd þjóðarinnar. Þeim mun mikilvægara að halda því til haga að sannleikurinn komi fram og fundnar leiðir til að þeir sem beri ábyrgð axli hana á áþreifanlegan hátt.
Það má t.d. vel vera að það sé ekki gerlegt að "frysta eignir auðmanna" eins og VG vill. En kórinn sem vill slá það út af borðinu fyrirfram ætti að þegja. Ef það er hægt að koma því í kring án þess að brjóta gegn stjórnarskrá og mannréttindum þá er erfitt að skilja hvernig réttsýnt fólk ætti að vera á móti því. Á sama hátt og ef að þetta er lagalegur ógjörningur munu allir - þar á meðal VG - fallast á það.
En umfram allt: Það má ekki leyfa stjórnmálamönnum að skilgreina sekt og sakleysi í hruninu sem lögfræðilegt mál. Þetta snýst um réttlæti.
Og það er forvitnilegt að fylgjast með hvaða pólitíkusum svelgist helst á við að bera sér það orð í munn. Og hverjir forðast það mest.
1 Ummæli:
Nákvæmlega, og svo vitnað sé í fróma konu: Réttlætið er lögunum æðra.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim