Talandi um orð...
Hér er grein um muninn á skráningu krónunnar hjá Seðlabankanum og erlendis. Ekki nýjar fréttir svosem. En lokamálsgreinin er snilld:
1. Er Glitnir svo trúverðugur í dag að það sem einhver í "Gjaldeyrisborði" hans segir sé nægjanlegt til svona fullyrðinga?
2. Samhengið milli "væntanlega" og "samkvæmt upplýsingum" í setningunni gæti gert hvern rökfræðing gráhærðan. Sennilega hefur lestur svona vitleysu haft óheppileg áhrif á lubbann á Lárusi Welding.
"Upplýsingar" vísa til þess að staðreyndir hafi verið lagðar fram. En "væntanlega" lýsir skoðun, spádómi. Hvað þætti okkur t.d. um setningu á borð við: Sjálfstæðisflokkurinn mun vinna stórsigur í næstu kosningum samkvæmt upplýsingum frá Gallup.
Semsagt: Gjaldeyrisborð Glitnis spáir því að munurinn á Seðlabankagenginu og erlenda genginu hverfi þegar krónan flýtur. Gaman væri að vita hvort spádómar þessa merka borðs hafi að jafnaði ræst hingaðtil áður en reynt er að telja okkur trú um að þeir séu "upplýsingar".
3. Það sem snertir fólk og fyrirtæki er ekki hvort "munurinn hverfi" heldur hvert gengið verður. Takið eftir því að greinarhöfundur víkur sér ísmeygilega hjá því að spá fyrir um hvort gengið verður líkara hinu íslenska eða því alþjóðlega þegar munurinn hverfur.
Ástæðan fyrir muninum skýrist af mjög litlum viðskiptum með krónur á erlendum gjaldeyrismörkuðum og höftunum hér. Munurinn hverfur væntanlega þegar krónan flýtur á ný, samkvæmt upplýsingum frá gjaldeyrisborði Glitnis.Fyrir nú utan hvað íslenskunni er freklega nauðgað ("ástæðan skýrist") þá er seinni setningin dásamleg rökleysa.
1. Er Glitnir svo trúverðugur í dag að það sem einhver í "Gjaldeyrisborði" hans segir sé nægjanlegt til svona fullyrðinga?
2. Samhengið milli "væntanlega" og "samkvæmt upplýsingum" í setningunni gæti gert hvern rökfræðing gráhærðan. Sennilega hefur lestur svona vitleysu haft óheppileg áhrif á lubbann á Lárusi Welding.
"Upplýsingar" vísa til þess að staðreyndir hafi verið lagðar fram. En "væntanlega" lýsir skoðun, spádómi. Hvað þætti okkur t.d. um setningu á borð við: Sjálfstæðisflokkurinn mun vinna stórsigur í næstu kosningum samkvæmt upplýsingum frá Gallup.
Semsagt: Gjaldeyrisborð Glitnis spáir því að munurinn á Seðlabankagenginu og erlenda genginu hverfi þegar krónan flýtur. Gaman væri að vita hvort spádómar þessa merka borðs hafi að jafnaði ræst hingaðtil áður en reynt er að telja okkur trú um að þeir séu "upplýsingar".
3. Það sem snertir fólk og fyrirtæki er ekki hvort "munurinn hverfi" heldur hvert gengið verður. Takið eftir því að greinarhöfundur víkur sér ísmeygilega hjá því að spá fyrir um hvort gengið verður líkara hinu íslenska eða því alþjóðlega þegar munurinn hverfur.
3 Ummæli:
Hann frábað sér reyndar öll eftirmæli...;-)
Höfundur gengisgreinarinnar? Þú ert væntanlega að tala um Updike tveimur færslum ofar?
Sennilega verið að tala um Helga H. í færslunni fyrir neðan.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim