föstudagur, nóvember 21, 2008

Áhugamennskan rúlar!

Hvernig hefði þetta banka- og samfélagshrun verið án internetsins? "Öllu þægilegra fyrir vald- og auðhafa" er stutta svarið.

Það er ljóst að umræðan og úrvinnslan á því sem frá auð- og stjórnvöldum kemur fer fyrst og fremst fram í bloggheimum. Sumt af því er vitaskuld bara hávaði. En innanum er efni sem er klárlega skrefi á undan hefðbundnum fjölmiðlum, sem eru bundnir af forminu, útsendingar- og prenttímum, hefðum og venjum, þörf á að halda góðu sambandi við ráðamenn, á köflum af hagsmunum eigenda sinna og tengslum við stjórnmálaöfl, og þokukenndum hugmyndum um fagmennsku.

Fagmennska, smagmennska. Amatörinn rúlar! Frelsi hans og viðbragðsflýtir er það sem drífur umræðuna áfram.

Hvar er t.d. svar hefðbundinna fjölmiðla við þessu yfirliti Baldurs McQueen yfir álitamál og ósvaraðar spurningar undanfarinna vikna?

Og hefur nokkur fjölmiðill með allt sitt starfslið og tækni roð í Láru Hönnu?

Og nú að íþróttum:

Arsenalnöttarinn Robin Van Persie tryggði Hollendingum heimsmeistaratitilinn í í knattspyrnu á miðvikudaginn með tveimur mörkum í 3-1 sigri á Svíum. þar með er ljóst að baráttan um titilinn næstu misseri verður milli niðurlendinga og félaga þeirra í riðli níu: , Skota, Norðmanna, Makedóna og Íslendinga!

Við verðum bara að vona að Hollendingar haldi titlinum í næsta vináttuleik sínum, sem verður útileikur gegn Túnismönnum í febrúar. Möguleikar Íslands á heimsmeistaratitli hafa aldrei verið betri!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim