sunnudagur, nóvember 23, 2008

Afsakiði meðanaðég

Sumir hafa brugðið fyrir sig hinni mögnuðu lykilsetningu úrParadísarfuglinum þegar þeim hefur ofboðið undanfarið.

Áðan meðanað ég var að ryksuga með iPodinn á slembivali brast þetta magnaða prótópönklag á. Og í ljós kom að það er jafnvel enn betur til þess fallið að tjá reiði og hneykslan en þessi eina lína vitnar um:

En hann sem vissi allt var ómálga
afsakiði meðanað ég æli.

Svo mörg voru þau orð.


Vafalaust veit einhver t.d. svarið við spurningunni: Hverjar eru líkurnar á að einmitt sá einstakllingur af öllum þeim sem eiga ógreiddar sektir sem jafnframt flaggaði bónusgrísnum á alþingishúsinu var tekinn úr umferð daginn fyrir mótmæli viku síðar?

Og sennilega eru þeir til sem trúa því að þetta stafi af einhverskonar tæknilegum mistökum, og þau hafi óvart hitt fyrir þennan eina mann af okkur 300.000 sem hafði tekið þátt í þessum mótmælum.

Ef einhver tekur þá skýringu gilda og málið útrætt þá (setjið eigin móðgun um greind og/eða þjónkun viðkomandi inn hér) og hananú!

PS: hver svo sem útkoman úr þessu öllu verður: Ef auðmenn dagsins í dag verða ekki öreigar eftir uppgjörið þá hefur það mistekist.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim